Síríuslengjan bjargar ferðinni

Það verður nú að segjast, að það er ekki alltaf þægilegt að ferðast á almennu farrými í þröngum flugvélum fullum af farþegum í misjöfnu veðri og oftast á ókristilegum tímum eins og ég hef gert nokkrum sinnum í haust. Það er ekki einu sinni hægt að taka upp Makkann og nota tímann til að vinna, svo lítið er plássið og olnbogarýmið. EN mitt í öllum óþægindunum, þá bíð ég í ofvæni eftir bjargvættinum: SÍRÍUSLENGJUNNI sem nú fylgir næstum alltaf með matnum um borð. Algjör snilld. Meira af þessu Icelandair! En ég veit ekki hvað ég geri ef ég sé köldu skinkuna einu sinni enn, sem fluffurnar fegra með því að kalla "hamborgarhrygg"! Þá vil ég heldur fá átta Síríuslengjur, kók og kaffi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, frábært að fá Siríuslengjuna.
Hvað segirðu þá um gubbið sem er með skinkunni? og ólseiga og ískalda rúnstykkið? ekki bætir það nú matinn og ég bara skil ekki fólk sem lætur sig hafa þetta ógeð? allavegana tek ég nú bara nesti í flugvélina núorðið. Ef mér finnst ég þurfa að borða á annað borð (undir borði...)

Laulau (IP-tala skráð) 4.12.2007 kl. 10:20

2 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Mér finnst gaman að borða í flugvélum...

Gunnar Helgi Eysteinsson, 4.12.2007 kl. 19:36

3 Smámynd: Fararstjórinn

Mér finnst nefnilega líka gaman að borða í flugvélum, en það er ekki að marka mig, mér finnst lika gaman á flugvöllum og á hótelum. En það er nú bara ég, flestum finnst ég líka skrýtin...

Fararstjórinn, 4.12.2007 kl. 20:32

4 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Hvað er málið með þetta skinkudót? Eru Hundleiðir alveg hættir að vera með heitan mat? Ef ég hefði ekki verið hálfsvelt í þrjá daga í Frakklandi hefði ég ekki reynt að þræla þessu ******* í mig, svo ekki sé minnst á vonda og kalda rúnnstykkið.

Síriuslengjan er fín, en ég verð að segja að samlokurnar hjá Expressinu eru skárri en þetta.

Svala Jónsdóttir, 4.12.2007 kl. 22:11

5 identicon

skinkan er ógeð... þegar ég var að fara að fá mér mat í flugferð og fékk þessa ógeðisskinku þá bað ég vinsamlegast um að fá barnamat í staðinn ef það væri afgangs... eftir 10 mín kemur flugfreyjan með barnamat en neinei var hann ekki bara VERRI! á að kallast pizza sem er svona mjúk samloka sem er OF krydduð og sterk og vont bragð og allt saman bara og ég sat við hliðiná mömmu með barn og barnið leit ekki við þessu og svalt frekar alla ferðina og barnið fyrir aftan borðaði þetta ekki heldur! ég man þegar maður fékk eggjaköku samloku og svona alemmnilegan mat ekki e-ð ógeð...

Elín Melgar (IP-tala skráð) 4.12.2007 kl. 22:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband