Með franskar á öxlinni?

Ég ELSKA slæmar þýðingar! Uppáhaldið mitt er held ég þegar setningin "The problem with him, is that he has a chip on his shoulder" var þýtt í íslensku sjónvarpi sem "hans vandamál er að hann er með franskar á öxlinni": Hér eru nokkur klassísk dæmi, þar sem segja má að meiningin hafi tapast að mestu!!

  • "Drop your pants here for best results."
    -skilti við fatahreinsun í Tokyo
  • "We take your bags and send them in all directions."
    -skilti á flugvelli einhvers staðar í Skandinavíu
  • "Ladies may have a fit upstairs."
    -frá fatahreinsun í Bangkok
  • "Please leave your values at the front desk."
    -leiðbeiningar á hóteli í París.
  • "Here speeching American."
    -í verslun í Marokkó.
  • "No smoothen the lion."
    -úr dýragarði í Tékklandi.
  • "The lift is being fixed. During that time we regret that you will be unbearable."
    -á hóteli í Búkarest 
  • "Teeth extracted by latest methodists."
    -á tannlæknastofu í Hong Kong.
  • "STOP! Drive Sideways."
    -vegaskilti við afrein í Japan.
  • "Ladies, leave your clothes here and spend the afternoon having a good time."
    -stuð á þvottahúsi í Róm.
  • "If you consider our help impolite, you should see the manager."
    -á hóteli í Aþenu.
  • "Our wines leave you nothing to hope for."
    -á vínseðli svissnesks veitingastaðar 
  • "It is forbidden to enter a woman even a foreigner if dressed as a man."
    -í bænahúsi í Bangkok 
  • "Fur coats made for ladies from their own skin."
    -í búðarglugga feldskera í Svíþjóð
  • "Specialist in women and other diseases."
    -á læknastofu í Róm 
  • "When passenger of foot heave in sight, tootle the horn. Trumpet him melodiously at first, but if he still obstacles your passage then tootle him with vigor."
    -bæklingur bílaleigu í Tokyo

mbl.is Varað við blöðrubólgu á velsku umferðarskilti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna M

Frábær samantekt hjá þér, ég hafði mikið gaman af þessu:)

Birna M, 17.8.2006 kl. 15:40

2 identicon

Einu sinni sá ég "Your husband's a bore" þýtt sem "Maðurinn þinn er villigöltur".

Bjössi (IP-tala skráð) 17.8.2006 kl. 15:57

3 identicon

Í heimildaþætti um Picasso á RÚV: "He went into a pawn shop" var þýtt sem "Hann fór inn í klámbúð"...

Árni Heimir (IP-tala skráð) 18.8.2006 kl. 21:33

4 identicon

Einu sinni sá ég "We are making toast" var þýtt sem "við erum að skála" sem en átti að vera "við erum að rista brauð". Vegna þess í því hoppar brauðið úr brauðristinni. Eingin vínglös sjáanleg!

Rakel (IP-tala skráð) 18.8.2006 kl. 22:31

5 Smámynd: Bragi Einarsson

Þetta minnir mig svolítið á hina fleygu setningu, sem maður í vegavinnuflokki er sagður að hafa sagt við útlending uppi á öræfum, er sá síðastnefndi hafi fest sig í drullupolli og flokkurinn kom þar að og vildi hjálpa til: "First we gonna REIP you and then we gonna EAT you". Þýðing yfir á íslensku: Fyrst ætlum við að binda bílinn og svo ætlum við að ýta honum!

Bragi Einarsson, 19.8.2006 kl. 10:44

6 Smámynd: Birgitta

Heyrði af illa þýddri bók þar sem einhver var haldinn úrræðakvíða og síðar í sömu sögu var setningin "og restin var saga"... Vona að þýðendur fái ekki vel greitt fyrir svona vinnu.

B

Birgitta, 20.8.2006 kl. 14:35

7 identicon

Einu sinni var sagt í bíómynd: "It's Christmas eve." Það var þýtt sem "það eru jól, Eva." Og í einni Frank og Jóa bók stóð eftirfarandi: "Frank og Jói tóku döðlurnar sínar á ströndina." Sem toppar allt.

Jónas Sen (IP-tala skráð) 20.8.2006 kl. 20:13

8 Smámynd: Fararstjórinn

Takk fyrir skemmtilegar athugasemdir, ég safna þessum gullmolum! Er búin að veltast um af hlátri, sérstaklega yfir dæminu úr Frank og Jóa!

Fararstjórinn, 21.8.2006 kl. 11:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband