ÍBV þrýstir á sjúkraflug

Eyjamenn geta verið stoltir af sínum mönnum, en fótboltamenn ÍBV sem sóttu KR heim nú í bikarnum notuðu tækifærið og lögðu áherslu á mikla þörf fyrir sjúkraflug milli lands og Eyja. Drengirnir lögðust hver um annan þveran í grasið hvað eftir annað og héldu um fót, læri, maga, bak og fleiri líkamshluta og engdust af kvölum. Virtist þetta vera þeirra leið til að láta landsmenn vita um þörfina á sjúkraflugi, því ekki hefur fundist önnur skýring. KR vann hins vegar og fengu áhorfendur eitthvað fyrir allan peninginn, þar sem leikurinn fór í framlengingu og vítaspyrnukeppni.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband