Hvað með starfsmenn á flugvöllum?

Öryggismál á Keflavíkurflugvelli voru í fréttum fyrir stuttu, og þá sá hluti sem snýr að leit á flugfarþegum. En hefur einhver pælt í hvernig öryggismálum varðandi starfsfólk er háttað, eða hver hefur aðgang hvert og hvaða ráðstafanir eru gerðar? Við farþegarnir sjáum áhafnir flugvéla fara í gegnum stranga vopnaleit við öll tækifæri og fylgst er grannt með þeim í tolli. En hvernig eru öryggisráðstafanir varðandi starfsfólk flugvallarins sem við sjáum minna, t.d. þá sem koma með matinn og hreinsa vélarnar? Geta þeir farið milli flugstöðvarbyggingar og flugvéla, eða milli flugvéla, án þess að gangast undir einhvers konar leit?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband