17.7.2006
Hver er hverfaþjónusta borgarinnar?
Á hverjum degi á ég leið framhjá nýlega stofnaðri Þjónustumiðstöð Vesturbæjar og hef stundum velt fyrir mér hvaða þjónusta fari þar fram. Miðstöðin var sett upp allnokkru eftir að sambærilegar miðstöðvar höfðu verið settar á fót í nýjum, ómótuðum hverfum og sá ég fyrir mér að það væri til að veita samfélagslegan stuðning á meðan hverfin voru að mótast og öðlast sinn sess og karakter. Með tilkomu Vestugarðs tók ég ekki eftir því að þjónusta í hverfinu batnaði eða versnaði og ég gat ekki greint neinn sérstakan vöxt eða breytingu varðandi þjónustu við íbúana. Ég ákvað því að leita mér upplýsinga á netinu. Þar má sjá að 17 klárir og duglegir starfsmenn starfa hjá miðstöðinni, en ekkert kom fram um ákveðin verkefni Vesturgarðs, utan almennra markmiða. Er ég að missa af einhverju?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Já, kjéllingin... þú ert að missa af alveg hellingi maður! Hverfastöðvarnar sjá um heildarfélagsmálapakkann og í staðinn fyrir að þurfa að ferðast um allan bæinn í leit að þeirri þjónustu leitarðu nú í þína þjónustustöð. Nema að það er ekki til svona hverfastöð allsstaðar, t.d. heyrir Árbær undir Breiðholt eða eitthvað álíka þ.a. Árbæingar þurfa að ferðast í 30 mín. (eða lengur) með strætó til að komast í sína hverfastöð! skiptir máli að vera með Jóni eða séra Jóni hérna eins og allsstaðar.... Nú eru Sjálfstæðismenn sterkir í Vesturbænum; kannski ekki að furða að það sé verið að laga róluvellina þar... ekki gerist það í Árbænum þessa dagana. Það er nebblega einn pólitíkus sem situr í hverfisráði....
Laulau (IP-tala skráð) 17.7.2006 kl. 21:14
Hefðu rólóarnir þá bara grotnað niður í Vesturbænum ef ekki væri þesi miðstöð? Rólóþjónustumiðstöð. Frábært. Árbæingar, komið til okkar, þið sem félagslegu oki eruð hlaðnir og rólið frá ykkur áhyggjurnar!
Fararstjórinn, 18.7.2006 kl. 00:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.