Undarleg sjálfspíningarhvöt

Fyndið að lesa umræðu um Vista stýrikerfið og þurfa að heyra að tölvur "krassi" hjá vinum sínum eða að fólk eyði heilu og hálfu dögunum í vírusskann, en ég heyrði um þetta bæði í dag. Hvað er þetta eiginlega? Er fólk yfirleitt að nota PC vélar ennþá?!? Það er undarlegt í ljósi þess að: 1. þær virka aldrei eins og maður vill og stýrikerfið sem þær flestar keyra á er gallagripur frá upphafi og 2. það hafa verið til betri vélar í 20 ár sem byggja á þeirri hugmyndafræði að tölvur eigi ekki að vera með vesen, heldur bara að virka fyrir mann. Þær heita Apple Macintosh. Eignist líf, losið ykkur við vandamálin, hættið að pína ykkur, frelsist!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

samt er tonlist.is ekki með aðgengi fyrir makka (las ég á heimasíðunni þeirra í gær) !  hmmmm...

Ekki það að ég hafi eitthvað á móti mökkum.  Er bara alfarið á móti svona einstefnum sem þú boðar með þessu orðagjálfri

Laulau (IP-tala skráð) 5.3.2007 kl. 22:00

2 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég þori ekki...

Gunnar Helgi Eysteinsson, 5.3.2007 kl. 22:17

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ha??? Eru Makkar enn þá til? Hélt að þetta væri VHS/Beta bardagi og Beta/Makki hefði tapað!!! 

Grín! Ég á PC, systir mín á Makka og við erum ágætar vinkonur þrátt fyrir það.  

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 6.3.2007 kl. 00:45

4 Smámynd: Fararstjórinn

Ég boða eingöngu það fagnaðarerindi að Makkar risu úr öskustó markaðsins og eru jafnfrábærir og áður, og virka betur en hitt, eins og áður. Svo er fólki í sjálfsvald sett hvað það gerir, en ég get samt reynt að láta fólk sjá ljósið. Eða eins og einn samstarfsfélagi minn (sem áður fussaði í fáfræði sinni en skilur nú ekki hvernig honum tókst að komast á þrítugsaldurinn í þesari blekkingu) segir: "Once you go Mac, you never go back!"

Fararstjórinn, 6.3.2007 kl. 09:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband