23.5.2006
Grundarfjörður er staðurinn
Grundarfjörður er greinilega aðalbærinn um þessar mundir. Það þarf ekki annað en líta á Kirkjufellið, eitt fallegasta fjall landsins, og maður er húkkt. Allt í einu hafa allir farið til Grundarfjarðar! Það tengist örugglega nýja skólanum og allri jákvæðninni og uppbyggingunni í bænum. Grundarfjörður er á norðanverðu Snæfellsnesi, sem er einstakt svæði og nóg að skoða. Hótel Framnes er æðislegt niðri við sjóinn, mitt á meðal útvegsfyrirtækjanna. Svo er algjör lífsreynsla að borða á Krákunni, sem er á undarlega sérvitran hátt frábært veitingahús. Alvöru matur og eigendurnir láta manni finnast eins og maður sé algjörlega einstakur! Eftir kvöldverð er tilvalið að taka lagið með heimamönnum í karaókí á Kaffi 59. Munið bara að það á að segja: Í Grundarfirði!
Athugasemdir
Ertu á prósentum? híhí
Það á líka að segja í helginni (allav. þegar vestar er farið).....
Laulau (IP-tala skráð) 23.5.2006 kl. 13:05
Maður er alltaf í bullandi vinnu fyrir Ferðamálaráð, og ættu margir Íslendingar að vera á prósentum, og ég á fullum launum!
Fararstjórinn, 23.5.2006 kl. 14:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.