Flugvöllinn til Keflavíkur

Þetta segir sig sjálft. Í Keflavík er öll aðstaða fyrir hendi, þar er alþjóðaflugvöllur og vantar bara að geta gengið yfir á innanlandsdeildina, eins og er víðast hvar er hægt í evrópskum borgum. Hag alls almennings á landsbyggðinni er miklu betur borgið með því að geta ferðast beint, hvort sem er á suðvesturhornið, til Spánar eða Svíþjóðar. Aðstaðan sem herinn skilur eftir sig er tilvalin og mun nýtast vel, í stað þess að byggja allt upp frá grunni uppi í hrauni eða úti í sjó. Svo eru það þróunar- og vaxtarmöguleikar. Í Vatnsmýrinni eru þeir engir. Sker úti í sjó býður bara upp á aukin útgjöld vegna landfyllinga og umhverfisslysa. Reykjanes er velkominn hluti af Stór-Reykjavíkursvæðinu og gott og öruggt að nota nesið til flugs. Mun betra en -firðir og -sker, (sérstaklega þar sem við létum Álftanesið ganga okkur úr greipum, en það er annað mál). Ef einhver minnist á sjúkraflug, þá eiga Keflvíkingar öndvegissjúkrahús þar sem veitt er góð og persónuleg þjónusta, ekki mikið mál að styrkja innviði þess sjúkrahúss! Helsti kostnaður sem þarf að leggja í er til bættra samgangna milli Reykjavíkur og Reykjanesbæjar, en það verkefni er þegar hafið. Æ, kommon, mig vantar svo einbýlishúsalóð í Vesturbænum, ykkur er öllum boðið í innflutningspartý hjá mér að "Reykjavíkurflugvelli 1" - jibbí!!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Orð í tíma töluð Alla mín. 100% sammála þér! Öllu í framboð ;-)

unnur (IP-tala skráð) 24.5.2006 kl. 09:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband