Viðurstyggilegar fréttir af níðingsverkum

Hvers vegna hefur aldrei verið talað um þetta áður? Getur verið að stór hluti fólks hér á landi hafi persónulega sögu að segja af misnotkun eða niðurlægingum á barnaheimilum, upptökuheimilum eða jafnvel sumarbúðum? Voru það bara níðingar sem fengust til að reka slíkar stofnanir? Var þetta kallað stríðni, agi, herðing, uppeldi, kennsla?! - hvaða merkimiða var hægt að setja á svona til að réttlæta það sem gekk á fyrir börnum og foreldrum? Það er hreint út sagt skelfilegt að heyra þetta og ekki furða þótt margir hefi átt erfitt uppdráttar í lífinu síðan, eins og sjá mátti í Kastljósi í kvöld. Maður getur ekki annað en spurt sig hvað telst eðlilegt í þessum heimi og hvaða viðmið getur maður kennt börnunum sínum?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir að þú skulir láta þig þetta skipta máli. Var að skoða bloggsíður sem ég hef ekki gert áður en sé ekki að það séu margir sem hafi áhuga á þessum málum. Ég fékk hálfgert sjokk þegar ég sá þriggja síðna lofgjörð um Árbótarheimilið í Mogganum um daginn. Ég man ekki betur en, og veit það, að það hafi komið fram ásakanir þar um kynferðislega misnotkun, en málið var látið falla niður. Nú á það að vera dæmi um gott heimili á vegum skattborgara. Ég spyr hvers konar siðferði ríkir hér á landi. Af hverju geta allir félagsmálaráðherrar undanfarinna ára yppt öxlum og þurfa ekki að bera ábyrgð á neinu. Hvers eiga þessi aumingja börn að gjalda, sem eru orðin undir í samfélaginu og komast í hendur á slíkum stofnunum. Ég er að springa úr reiði. 

Olga Ingimundardóttir (IP-tala skráð) 6.2.2007 kl. 00:30

2 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Við búum í samélagi þar sem það þekkist ekki hjá stjórnvöldum að taka ábyrgð. Það orð er þeim gjörsamlega framandi. Við Þurfum að sýna okkar ábyrgð í verki og hætta að kjósa yfir okkur ábyrgðarlausan her fólks sem yppir öxlum.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 6.2.2007 kl. 12:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband