Færsluflokkur: Sjónvarp

Motherfucker

Horfði með öðru auganu á Spike Lee myndina "The Original Kings of Comedy" og langar að biðja einhvern að horfa á hana fyrir mig og telja hve oft er sagt "motherfucker"?

Fjör í fjölmiðlaheimi

Fróði seldur, Mogginn breytist og nýtt blað í uppsiglingu. Þetta eru spennandi tímar í fjölmiðlun og ég hlakka til að fylgjast með breytingum sem af þessu hljótast! Það er einhver fiðringur í loftinu og frekari sviptingar munu jafnvel eiga sér stað...


mbl.is Íslendingasagnaútgáfan hefur keypt tímarit Fróða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Með franskar á öxlinni?

Ég ELSKA slæmar þýðingar! Uppáhaldið mitt er held ég þegar setningin "The problem with him, is that he has a chip on his shoulder" var þýtt í íslensku sjónvarpi sem "hans vandamál er að hann er með franskar á öxlinni": Hér eru nokkur klassísk dæmi, þar sem segja má að meiningin hafi tapast að mestu!!

  • "Drop your pants here for best results."
    -skilti við fatahreinsun í Tokyo
  • "We take your bags and send them in all directions."
    -skilti á flugvelli einhvers staðar í Skandinavíu
  • "Ladies may have a fit upstairs."
    -frá fatahreinsun í Bangkok
  • "Please leave your values at the front desk."
    -leiðbeiningar á hóteli í París.
  • "Here speeching American."
    -í verslun í Marokkó.
  • "No smoothen the lion."
    -úr dýragarði í Tékklandi.
  • "The lift is being fixed. During that time we regret that you will be unbearable."
    -á hóteli í Búkarest 
  • "Teeth extracted by latest methodists."
    -á tannlæknastofu í Hong Kong.
  • "STOP! Drive Sideways."
    -vegaskilti við afrein í Japan.
  • "Ladies, leave your clothes here and spend the afternoon having a good time."
    -stuð á þvottahúsi í Róm.
  • "If you consider our help impolite, you should see the manager."
    -á hóteli í Aþenu.
  • "Our wines leave you nothing to hope for."
    -á vínseðli svissnesks veitingastaðar 
  • "It is forbidden to enter a woman even a foreigner if dressed as a man."
    -í bænahúsi í Bangkok 
  • "Fur coats made for ladies from their own skin."
    -í búðarglugga feldskera í Svíþjóð
  • "Specialist in women and other diseases."
    -á læknastofu í Róm 
  • "When passenger of foot heave in sight, tootle the horn. Trumpet him melodiously at first, but if he still obstacles your passage then tootle him with vigor."
    -bæklingur bílaleigu í Tokyo

mbl.is Varað við blöðrubólgu á velsku umferðarskilti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á hvers vegum er Desiree?

Er ekki frekar undarlegt að amerískur vatnsaflsverkfræðingur tjái sig um Kárahnjúkastífluna og tali um upplýsingaleysi í fjölmiðlum án þess að hún eða fjölmiðlar hafi haft samband við Landsvirkjun? Hér kemur gamli blaðamaðurinn upp í mér, sem þrátt fyrir allt lærði að heyra þarf báðar hliðar mála. Hún hefur mikið til síns máls, sérstaklega er scary að hlusta á hana segja frá því að líklegast sé þetta allt saman verkfræðilegt klúður sem er, eins og sumar framkvæmdir á Íslandi, því marki brennt að anað var út í framkvæmdir án þess að ganga frá öllum smáatriðum varðandi undirbúning verkefnisins. En kom hún hingað sem hlutlaus vísindamaður, eða er hún á vegum einhvers?

Bodies

Ég vona að læknar séu almennt ekki í svona svakalegri andlegri krísu eins og gefið er til kynna í Bodies, læknaþættinum í Sjónvarpinu. Á milli fúlheita og persónulegra vandamála sem klárlega hafa áhrif á starf þeirra, eru sýndar afar nákvæmar myndir af fæðingum, keisaraskurðum, legkökum, fæðingarvegi, o.s.frv. Það er skemmtilegi hlutinn! Svo er endalaus samkeppni milli illa upplagðra læknanna sem skipta mun meira máli en líf sjúklinga. Hjúkrunarfólk og starfsfólk sjúkrahússins eru sem betur fer í lagi. Ágætis mótvægi við aðra læknaþætti!

Frábær hestaþáttur

Ég vil lýsa ánægju minni með þáttinn Kóngur um stund, sem sýndur er í Sjónvarpinu á mánudögum. Stjórnendurnir, Brynja Þorgeirsdóttir og félagar, eiga hrós skilið fyrir skemmtilegan stíll og efnistök, enda einkenna frábær vinnubrögð þennan þátt á allan hátt. Hestamennska er vaxandi íþróttagrein og ekki síður mikilvægt fjölskyldusport og endurspeglar Kóngurinn það. Þegar þátturinn byrjaði aftur nú í vor heyrðust einhverjar fúlar raddir, á annars frábærum hestavef, um að þetta væri "eins og Séð og heyrt hestamennskunnar", en ég vona að það álit fárra merkikerta hafi verið kveðið í kútinn. Það sem skiptir mestu máli er sameiginlegur áhugi okkar á hestum og reiðmennsku, og að auki held ég að allflestir Íslendingar hafi mikinn áhuga á fólki, þannig að þátturinn höfðar til breiðari hóps en innvígðra snillinga, og er það vel. Fyrir nú utan það hve mikil þörf er á skemmtilegum íslenskum þáttum úr okkar daglega veruleika. Meira svona!

RÚV - notið efni svo við megum njóta!

Ég tek undir með blaðamanni Moggans varðandi dagskrá sjónvarps og endursýningar á leiknu, íslensku sjónvarpsefni. Það hefur náttúrulega aldrei verið framleitt mikið af því, og einstaklega lítið á undanförnum árum. En það sem þó hefur verið gert er margt skemmtilegt eða í versta falli skrýtið, og það gæti verið gaman að endursýna margt af því, hvort sem um er að ræða skemmtiþætti, framhaldsþætti eða sjónvarpsmyndir. Það er að myndast ákveðið menningarvitundarlegt holrúm hjá hópi fólks, og að lokum verður það bara Áramótaskaupið sem við eigum kannski sameiginlegt. Hvers vegna má endursýna alls kyns bandarískt efni, sem hefur elst misvel/illa, en ekki nýta það íslenska efni sem til er? Það væru endursýningar sem vit væri í.

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband