Færsluflokkur: Sjónvarp

Börn í fréttum í Ameríku

Ég horfði á morgunfréttir Fox sjónvarpsstöðvarinnar í Boston í gærmorgun og þar voru tvær fréttir um börn sem vöktu athygli Íslendings. Önnur fréttin var um notkun tálbeitu til að ná til barnaníðings sem hafði auglýst eftir unglingsstúlkum til að aðstoða sig við þrif. Lögreglan setti sig í samband við hann á netinu og þóttist vera stelpa og þá komu fljótt í ljós aðrar og annarlegri óskir af hálfu mannsins. Farið var með þetta alla leið, tálbeita send á staðinn, maðurinn handtekinn og dæmdur í fangelsi og sýnt frá öllu saman í sjónvarpi þar sem sýndar voru myndir af honum. Þarna finnst mér tilgangurinn réttlæta notkun tálbeitu til að taka svona menn úr umferð. Hin fréttin var um börn sem höfðu verið úti að leika en var orðið kalt og ætluðu heim. Foreldrarnir höfðu skroppið frá örstutt, og því biðu börnin á tröppunum þangað til þeir komu. Þetta fólk er búið að dæma fyrir vanrækslu af því börnin voru ein úti og varð kalt. Við þessu segi ég bara "only in America..."

Skemmtun fyrir konur, börn og homma - hvað kemur rigning þessu við?

Í Blaðinu í dag er ágætis kvikmyndasíða sem ég las upp til agna, sérstaklega greinina um söngvamyndir sem sagðar eru gerðar fyrir ofangreinda hópa. Svo er listi yfir vinsælustu titillög nokkra dans- og söngvamynda, en fjögur af tíu titillögum fjalla um rigningu!

Ég elska dans og söngvamyndir -og er stolt af því, og held mest upp á tvö tímabil. Fyrst eru það gullaldarár MGM kvikmyndaversins í kringum 1950 þegar sjarmörinn Gene Kelly, dramaunglingurinn Judy Garland, stríðnispúkinn Mickey Rooney, sunddrotningin Esther Williams og dansandi parið Fred og Ginger voru upp á sitt besta. Síðara tímabilið eru svo the "roving eighties". Nostalgían grípur mig og diskótakturinn hríslast um mig alla þegar ég hugsa um Flashdance, Grease, Footloose, Saturday Night Fever, Breakdance, Beat Street og Fame. Ég á það meira að segja til að bresta í söng við ýmis tækifæri, stökkva upp á bíla og húsgögn og tjá mig með dillandi diskó eða steppi og taka nokkra létta tóna. Ef þið hafið ekki séð mig, þá eigið þið mikið eftir! En það var þetta dularfulla rigningarmál. Vinsælustu titillög söngvamynda eru samkvæmt Blaðinu:

1. Singin' in the Rain úr úr samnefndri mynd
2. America úr West Side Story
3. Over the Rainbow úr Wizard of Oz
4. The Sound of Music úr samnefndri mynd
5. Tomorrow úr Annie
6. Supercalifragilisticexpialidocious úr Mary Poppins
7. The Rain in Spain úr My Fair Lady
8. Don't Rain on my Parade úr Funny Girl
9. You're The One That I Want úr Grease
10. Roxanne úr Moulin Rouge


Fallin fyrir handboltanum

Þá er maður gjörsamlega orðinn forfallinn handboltaaðdáandi enn á ný! Það er eitthvað geggjað við íslenska handboltaliðið, væntingarnar af hálfu landsmanna og svo náttúrulega frábært gengi liðsins. Það er ekki hægt að missa af þessu. Áfram Ísland!

Fíflagangur í Gettu betur?

Annað hvort var þetta fullkomið áhugaleysi eða keppendur ákváðu að gera lítið úr Gettu betur í kvöld. Lið Iðnskólans í Hafnarfirði var eins og það væri sofandi eins og það lagði sig og svaraði tveimur spurningum rétt. Önnur svör voru síðan algerlega út í hött, ekki einu sinni ágiskanir, heldur bara djók. Þetta eru svo klárir krakkar allt saman, að mér finnst þetta til skammar og lýsi eftir áhuga og undirbúningi og hana nú!

Svíar og húmor = mótsögn!

Ég rakst á dagskrárlið á RÚV í kvöld sem lýst var sem "sænskum gamanþætti" og þurfti að hugsa um það heillengi. Felst ekki ákveðin mótsögn í þessu? Geta Svíar gert gamanþætti? Þetta varð ég að sjá! Fordómar mínir reyndust því miður fullkomlega á rökum reistir og vel það. Húmor og Svíar fara ekki saman. Jafnvel í "gamanþáttum" velta þeir sér upp úr vandamálum! Ykkur er velkomið að reyna að snúa þessari skoðun minni, en það þarf að vera með mjög sterkum rökum!

Baugur styrkir sig á prentmiðlamarkaði

Breytt fyrirkomulag og eignaraðild á DV þýðir einfaldlega að Baugur er að styrkja sig á tímarita- og blaðamarkaði. Félag í eigu Baugs, sem á stærsta hlutann í "nýju" DV, gefur út tímarit eins og Veggfóður, Ísafold og líka Hér og nú. Hinir aðaleigendurnir eru 365 og svo ritstjórinn og sonur hans. Áhugaverð flétta. Félagið er smám saman að koma upp tímaritum í sama stíl og gamli Fróði gaf út. Lífsstíls- matar- slúður- og hús/híbýlablað, og svo má búast við breskum áhrifum í fréttamennsku DV.
mbl.is Útgáfufélag í eigu Baugs og 365 tekur við útgáfu DV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Karlmenn að kyssast

Síðan hvenær fóru karlmenn að kyssast á Íslandi, t.d. við opinber tækifæri? Þetta sást á Eddunni. Alþjóðleg menningaráhrif kannski? Skemmtilegt.

Oprah Schram í íslenskt sjónvarp?

Ef einhver íslensk kona getur orðið Oprah Íslands, þá er það Bryndís Schram. Hún hefur reynslu úr sjónvarpi og af lífinu, er skemmtileg, réttsýn og hefur mikla útgeislun. Hvaða sjónvarpsstöð ætli kræki í hana og láti þessa hugmynd verða að veruleika?!

Geggjað ímyndunarafl í auglýsingum - skoðið!

Það er óhætt að segja að hér hafi hugmyndaflugið verið í lagi:


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Ísland? Æ, whatever!

Alveg ótrúlegt að heyra ræðu Condolezzu Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, við undirritun samkomulags um áframhaldandi varnir fyrir Ísland. Hún kynnti þetta sem samkomulag við Írland, en úps, æ, æ, ég meinti Ísland. Þetta finnst mér endurspegla viðhorf og áhugaleysi Bandaríkjanna fyrir þessu samkomulagi. Svo talaði hún um að BNA myndi verja okkur fyrir alls kyns vá, þar með talið náttúruhamförum! Ætli við reddum því nú ekki... Ég verð að vera sammála Davíð Odds og vinstrimönnum - auðvitað hefðum við átt að segja þessum samningi upp á okkar forsendum. Við vorum ekki mjög kúl í þessu máli.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband