Færsluflokkur: Sjónvarp

Smá stórmenni

Lágvaxið fólk hefur komist ansi langt, ekki síst í skemmtanabransanum. Þar get ég nefnt sem dæmi Madonnu, Prince, Dustin Hoffmann... og örugglega eru einhverjir fleiri smávaxnir snillingar...


mbl.is Rod Stewart kemur upp um eigin smæð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjörnustælar flokkanna og fjölmiðlamenn

Þegar fyrstu tilkynningar um nýja ríkisstjórn komu í sjónvarpi í gærkvöldi var fróðlegt að sjá mismunandi viðmót flokkanna við fjölmiðlamenn. Í Valhöll stóð þrautreynd fjölmiðlakona RÚV vaktina og reyndi að fá ráðherra Sjálfstæðisflokksins til að staldra við og segja nokkur orð um ríkisstjórnarmyndunina. Þeir svöruðu henni hranalega og reyndu að koma sér undan og út, eins og þeir væru stjörnur, sem hefðu ekkert við fjölmiðla að segja. Þeir ættu að hafa gert sér grein fyrir að fölmiðlar eru þeirra tenging við almenning um landið og því er mér ómögulegt að skilja hvers vegna ekki var vilji til að tala örstutt við sjónvarpskonuna kurteisu. Hún var þarna til að bjóða þeim upp á að segja þjóðinni fyrstu fréttir af nýrri ríkisstjórn landsins, sem þjóðin sjálf átti þátt í að kjósa. Valdið kemur frá þjóðinni og fjölmiðlar eru tengingin, ekki gleyma því, Sjálfstæðismenn! Á Hótel Sögu var meira óðagot í gangi og fréttakona RÚV þurfti bókstaflega að berjast við fréttamann Stöðvar 2 um athygli, en ráðherrar Samfylkingar stóðu undir látunum og gáfu sér tíma til að svara spurningum fjölmiðla. Þarna var mjög áberandi munur á viðhorfi til fjölmiðla sem kom illa út fyrir Sjálfstæðismenn. Það var ekki eins og enn væri verið að ræða einhver leyndarmál. Þeir hljóta að hafa verið orðnir svona þreyttir, greyin...
mbl.is Ný ríkisstjórn kynnt fyrir forseta Íslands innan skamms
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skemmtilegir Moggabloggarar í Kastljósi

Óli Björn og Björn Ingi voru hjá Sigmari í Kastljósinu í kvöld að velta fyrir sér mögulegri úthlutum ráðherraembætta í nýrri stjórn. Þeir voru einkar léttir og skemmtilegir og hafa líklega skemmt sér vel í förðun, því þeir voru brosandi og hýrir í lund. Þeir hafa örugglega skroppið saman á pöbbinn í framhaldinu og skemmt sér konunglega. Brosandi sjónvarp, góð tilbreyting frá leiðindum og skítkasti. Það eina sem þeir hefðu mátt pæla í til viðbótar var, hvort ný stjórn muni ekki reyna að fækka ráðuneytum?

Viltu dansa gæskan...?

Ég skora hér með á Geir og Ingibjörgu að taka nokkur dansspor t.d. í Kastljósi, ef þeim tekst að landa viðræðunum. Við eigum það skilið!
mbl.is Geir og Ingibjörg ræðast við síðdegis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Testesterónið trekkir

Það kemur ekki á óvart að Eiríkur Hauksson veki athygli fyrir karlmannlegt atgervi og útgeislun! Í samanburði við aðra karlmenn sem taka þátt í keppninni, er hann náttúrulegur, eðlilegur karlmaður. Kannski hafa margir gleymst hvernig svoleiðis eintak lítur út, því aðrir karlkyns þátttakendur eru allt frá því að vera óver-metró yfir í að vera einfaldlega í kvenmannsfötum með brjóst. Ég var ekkert hrifin af laginu til að byrja með, en ég hef tröllatrú á útgeislun og sviðsframkomu Eika. Áfram Ísland!


mbl.is Slegist um Eirík í Helsinki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Munið þið eftir kasettunum?

Ég man hve merkilegt mér fannst að eignast kasettutæki með hljóðnema, en það var notað til að taka upp endalaust blaður og vitleysu sem svo var spilað aftur og aftur. Rosalega fannst okkur vinkonunum á Framnesveginum við vera fyndnar!
Ég man eftir að hafa safnað kasettum og tekið yfir þær aftur og aftur.
Ég man eftir að hafa keypt sérstaka kasettugrind í skápinn minn, til að geta raðað kasetttunum í.
Ég man eftir að hafa stillt kasettutækinu upp fyrir framan útvarpið, gjarna við Kanaútvarpið eða Lög unga fólksins, og heimtað grafarþögn þegar lög voru tekin upp.
Ég man eftir að hafa sent kasettur milli landa í stað bréfa, með blaðri og slúðri.
Ég man eftir að hafa smyglað kasettutækinu inn í Háskólabíó í rauðu íþróttatöskunni minni (sem var keypt í Sport á Laugavegi 13 og merkt búðinni) og tekið upp heilar bíómyndir, eins og t.d. Grease.
Ég man eftir þegar kasettur flæktust í tækinu og maður þurfti að losa bandið ofurvarlega til að slíta það ekki.
Ég man þegar tækninni fleygði fram, þá blandaði ég tónlist á kasettur og skírði þær nöfnum eins og "Rólegt", "Stuð" eða "Blandað", á svipaðan hátt og maður býr til spilunarlista á ipod í dag.
Ég man eftir hreinsispólunum sem maður keyrði í gegnum kasettutækið með vissu millibili.
Ég man þegar myndbandsspólurnar bættust við - hvenær ætli þeirra tími líði undir lok?!
mbl.is Dagar hljóðsnældunnar taldir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Markaðsbrella ársins

Hverju finnur fólk ekki upp á! Það hlýtur að vera mjög spennandi að fylgjast með þroska þessa merkilega osts. Maður getur rétt ímyndað sér lyktina! En í alvöru, þetta er snilld. Ég tilnefni bændurna þarna í Suður-Englandi til markaðsverðlauna ársins.


mbl.is Ostur orðinn internetstjarna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Var þetta ekki snilld?!?


Miðaldra pönkarar og eilífar diskódúllur

mohawk hairstyleAldarfjórðungur er frá því kvikmyndin Rokk í Reykjavík var frumsýnd, og að því tilefni bauð Jón Ólafs nokkrum pönkurum, sem voru í myndinni, í sjónvarpsþátt sinn í kvöld. Það er sniðugt að sjá miðaldra menn rifja upp bernskubrekin, og eiginlega frekar krúttlegt.  En svakalega voru sumir ungir menn reiðir á þessum tíma! Var það bara til að vera eins og ungt fólk samtímans í London? Þar bjó fólk við ofbeldi og langtíma atvinnuleysi og sá ástæðu til að gera uppreisn gegn kerfinu. Hér voru aðstæður aðrar, en samt um að gera að taka þátt í nýjustu straumum í tónlist og tísku. Það komu rosa margir áhugaverðir tónlistarmenn upp á þessum tíma sem hafa haft áhrif á íslenska tónlist, eins og t.d. Þeyr og Björk, og óhætt að segja að þetta hafi verið einstakur tími. Ég man vel eftir þessum tíma, en ég var svoddan diskódrottning og nýbylgjudúlla að umræddir menn hefðu sjálfsagt ælt. 

Eiríkur flottur

Stigagjafaþættir Norðurlandaþjóðanna, þar sem lögin í Eurovision eru sýnd og dæmd, er alltaf hin besta skemmtun og orðin mun betri en keppnin sjálf! Þar er keppnin tekin mátulega alvarlega og skapaðar umræður um þetta menningarlega fyrirbæri sem Eurovision er. Eiríkur kemur vel út, drengur góður, lítillátur og norrænn án þess að tapa kúlinu - þrátt fyrir að vera hluti af geiminu í ár.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband