Miðaldra pönkarar og eilífar diskódúllur

mohawk hairstyleAldarfjórðungur er frá því kvikmyndin Rokk í Reykjavík var frumsýnd, og að því tilefni bauð Jón Ólafs nokkrum pönkurum, sem voru í myndinni, í sjónvarpsþátt sinn í kvöld. Það er sniðugt að sjá miðaldra menn rifja upp bernskubrekin, og eiginlega frekar krúttlegt.  En svakalega voru sumir ungir menn reiðir á þessum tíma! Var það bara til að vera eins og ungt fólk samtímans í London? Þar bjó fólk við ofbeldi og langtíma atvinnuleysi og sá ástæðu til að gera uppreisn gegn kerfinu. Hér voru aðstæður aðrar, en samt um að gera að taka þátt í nýjustu straumum í tónlist og tísku. Það komu rosa margir áhugaverðir tónlistarmenn upp á þessum tíma sem hafa haft áhrif á íslenska tónlist, eins og t.d. Þeyr og Björk, og óhætt að segja að þetta hafi verið einstakur tími. Ég man vel eftir þessum tíma, en ég var svoddan diskódrottning og nýbylgjudúlla að umræddir menn hefðu sjálfsagt ælt. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband