Færsluflokkur: Menning og listir

Alþjóðasamvinna er framtíðin - setjum Evrópumálin á oddinn

Norrænt samstarf er ákaflega mikilvægt fyrir okkur og hefur á vissan hátt haft góð áhrif á hina sérstöku stöðu Íslands og Noregs utan við ESB en innan EES. Ástæðan fyrir því að norræna samstarfið hefur haldið, er fyrst og fremst vilji þjóðanna til að halda því og styrkja, en ekki má gleyma þeirri almennu ástæðu sem liggur í aukinni alþjóðasamvinnu á öllum sviðum þjóðlífs. Það er framtíðin, og löngu kominn tími til að óska eftir aðildarviðræðum okkar og Norðmanna við Evrópusambandið. Verst þykir mér hvernig málið hefur tapast í kosningum í dægurmálaþrasi. En nú er Halldór kominn þessa stöðu og verður reffilegur sem framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar og verðum við Íslendingar að nýta þann tíma, sem hann verður í embætti, til að byggja upp samstarf til framtíðar. Hann hefur breytt skoðunum sínum og ættu aðrir stjórnmálamenn að geta þróað skoðanir sínar á sama hátt. Ég hvet alla stjórnmálaflokka til að setja Evrópusamstarfið á oddinn í komandi kosningum og þora að segja hvað þeim finnst! Hér beini ég máli mínu e.t.v. helst til Sjálfstæðisflokksins, þar hafa Evrópusinnar verið í felum undanfarin ár en ættu nú að geta komið út úr Evrópuskúffunum.
mbl.is Halldór segir að norræna samstarfið muni eflast ef öll ríkin væru í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég elska túrista!

Sem fararstjóri til margra ára, þá elska ég túrista af öllum þjóðernum og spurningar þeirra og vangaveltur. Svona fréttir skemmta mér því mikið og auka á pælingar mínar um hvað fólk er frábært. Ég hef heyrt margt svipað þessu, þó get ég sagt landanum það til hróss, að það er meira um kjánalegar spurningar útlendinga hér á landi en Íslendinga erlendis.
mbl.is Undarlegar spurningar ferðamanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þungbærar áhyggjur

Greyið Victoria, það lítur út fyrir að áhyggjur hennar af gallabuxum séu raunverulegar og skipti miklu máli í hennar daglega lífi. Þetta er greinilega spursmál um líf eða dauða. Pælið í því hvað grey fræga fólkið þarf að ganga í gegnum, annað en við hin! Hlýtur að vera ömurlegt líf, ég er blessunarlega laus við þessar áhyggjur af gallabuxum og prísa mig sæla með lífið.
mbl.is Viktoría Beckham óttast að gallabuxur verði sinn bani
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Baugur styrkir sig á prentmiðlamarkaði

Breytt fyrirkomulag og eignaraðild á DV þýðir einfaldlega að Baugur er að styrkja sig á tímarita- og blaðamarkaði. Félag í eigu Baugs, sem á stærsta hlutann í "nýju" DV, gefur út tímarit eins og Veggfóður, Ísafold og líka Hér og nú. Hinir aðaleigendurnir eru 365 og svo ritstjórinn og sonur hans. Áhugaverð flétta. Félagið er smám saman að koma upp tímaritum í sama stíl og gamli Fróði gaf út. Lífsstíls- matar- slúður- og hús/híbýlablað, og svo má búast við breskum áhrifum í fréttamennsku DV.
mbl.is Útgáfufélag í eigu Baugs og 365 tekur við útgáfu DV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðalskipulag höfuðborgarsvæðisins í hnotskurn

Þið verðið að skoða þessa snilldarlegu útfærslu á aðalskipulagi höfuðborgarsvæðisins, en um leið verð ég að biðja hörundsárt fólk að hafa húmor fyrir þessu! Ég hef nú fengið upplýsingar um að Halldór Baldursson teiknaði og vona að hann afsaki dreifinguna þar sem ég get hans sem höfundar. Hér er tengill í síðuna hans. Smellið á myndina til að stækka:


Reykjavík og nágrenni

Karlmenn að kyssast

Síðan hvenær fóru karlmenn að kyssast á Íslandi, t.d. við opinber tækifæri? Þetta sást á Eddunni. Alþjóðleg menningaráhrif kannski? Skemmtilegt.

Allir hafa sinn vitjunartíma

Ég hef trú á að Bryndís geti haldið uppi hinu góða starfi sem unnið hefur verið á Bifröst undanfarin ár. Ef hún verður eingöngu ráðin tímabundið, þá má segja að nú séu tvær lausar rektorsstöður við einkarekna háskóla á Íslandi, þar sem ráða þarf formlega í stöðu rektors á Bifröst, auk þess sem leita þarf verðugs eftirmanns Guðfinnu Bjarnadóttur við Háskólann í Reykjavík. Það eru spennandi tímar framundan í menntamálunum, það er víst!
mbl.is Bryndís Hlöðversdóttir tekur við sem rektor tímabundið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viltu auga, tungu eða hnakkaspik?

Við fengum svið á sunnudögum eða á hátíðisdögum. Svið voru höfð á gamlárskvöld heima hjá okkur. Hvers vegna eldar maður ekki svið? Börnin í Hagaskóla léku sér með sviðin í dag og reyndu að ganga fram af hvoru öðru með því að bjóða tungu og stinga út augu. Sagði enginn þeim að það mætti ekki leika sér með matinn? Ætli þau trúi því að svið voru eitt sinn talin herramannsmatur?
mbl.is Borgarstjóri gæddi sér á sviðum með nemendum í Hagaskóla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætti Muhamed að verða Jónsdóttir þegar hann flytur til Íslands?

Hvers vegna tíðkast það að margar aðfluttar konur taka upp eftirnafn mannsins síns við giftingu, t.d. Jackie Sigurðsson? Þetta er undarleg þróun og gæti endað með því að nafnahefðir íslenskrar tungu tapast og við tökum upp notkun fjölskyldunafna. Slíkt er einkennandi fyrir patríarkísk samfélög þar sem karlar slá eign sinni á konur og á ekki heima í samfélagi sem byggist á jafnrétti og einstaklingsfrelsi. Þetta var kannski skiljanlegt þegar ein og ein erlend kona giftist Íslendingum, en núna þegar vinsældir víkinganna hafa aukist á alþjóðlegum hjónabandsmarkaði og mannanafnalög eru orðin opnari, þá ættu þeir sjálfir að hafa vit á að leggja áherslu á að konur þeirra haldi sínu nafni til samræmis við íslenska málhefð. Það myndi örugglega flýta fyrir aðlögun kvennanna að siðum og þjóðfélagi því það er margsannað að menning er nátengd tungumálinu og málvenjum. Ég hef ekki enn heyrt um að aðfluttir eiginmenn íslenskra kvenna kalli sig t.d. Muhamed Jónsdóttir og get ekki séð að annað skuli gilda um konur og að þær taki karlmannseftirnöfn!

Hundrað milljónir til íslenskukennslu fyrir útlendinga

Ég fagna því að þetta mikilvæga málefni hafi náð í gegn. Þeir sem velja að setjast hér að til lengri eða skemmri tíma fá svo miklu betri innsýn í daglegt líf, sögu og menningu okkar þjóðfélags með tungumálinu og öðlast þar með forsendur til að ákveða að verða hluti af því. Fjölmenningarlegt samfélag er sá veruleiki sem blasir við okkur og þá þýðir ekki að stinga höfðinu í sandinn og halda að "vinnuaflið" hljóti að hverfa án þess að rífa kjaft. Núverandi ástand býður upp á myndun menningarhópaeyja í samfélaginu, en slæmar afleiðingar þess getum við séð í löndum eins og Frakklandi og Þýskalandi. Að kenna fólki íslensku og bjóða þeim upp á menntun sem því sæmir er besta ráðið til að hér megi þrífast heilbrigt þjóðfélag allra sem vilja vera Íslendingar. Ég óska félögum mínum í menntamálaráðuneytinu góðs gengis í að koma málinu í framkvæmd.


mbl.is 100 milljónum varið til íslenskukennslu fyrir útlendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband