Færsluflokkur: Menning og listir
17.8.2007
Landsliðið í tónlist á vellinum
Ég ætla ekkert að tjá mig um hvort bankar eiga að standa í tónleikahaldi eður ei, það er svona spurning um forgangsatriði þeirra sem eflaust má margt segja um. Nei, ég ætla bara að segja hvað mér fannst um flytjendur.
SSSól enn í stuði, Helgi Björns klöngraðist meira að segja upp í turn og ég hafði smá áhyggjur af því að kallinn myndi fara sér að voða, en það fór ágætlega þótt klifrið hafi virkað allt annað en auðvelt fyrir hann.
Todmobile ber með sér að hittast lítið nú orðið. Koma soldið svona úr sitthvorri áttinni. Spurning að halda þeirri leið áfram og hætta þessu. Þau voru svo sterk í "den", má ekki eyðileggja það.
Bubbi mætti í Che múnderingunni og hamaðist við að vera pólitískur, gaman að honum. Hvað var þetta með gleraugun undir húfunni? Eru þetta dulbúin fjarsýnisgleraugu? Stál og hnífur klikkar ekki, það er útilegulag sem sameinar kynslóðirnar.
Garðar Thor kallaði fram gæsahúð hjá mér, sætur og intellektúal drengur með rödd sem vex og vex. Skemmdi ekki fyrir að hann söng um mína gömlu heimaborg, Granada.
Mmmm, súkkulaðistrákarnir í Luxor lofa góðu... en man reyndar ekkert hvernig þeir sungu! - en til hvers eru svona bönd nema til að vera sætir?
Nylon var kraftlaus, vantaði alla útgeislun á sviði, enda þurftu þær liðsstyrk og hlaup fram og til baka á sviðinu til að sanna að þær væru "in the house", annars gæti fólk haldið að það væri auglýsingahlé!?
Mugison er ekki alveg minn tebolli...
Hljómsveit allra landsmanna var í stuði, Stuðmenn eru eins og harðfiskur og flatkökur í útilegu - alveg ómissandi í svona partýum. Húmorinn þannig að aðrar þjóðir skilja örugglega ekkert í því hvers vegna þeir eru vinsælir. Mátti greina einhverja austan-Alpastemmningu sem kom á óvart. Takturinn var þreytandi til lengdar og passaði ekki við gömlu lögin. Verð nú samt að viðurkenna að þeir virka soldið innantómir þegar vantar Röggu Gísla. Gaman að fá Bjögga með í lokin. Hann er náttúrulega töffari töffaranna. Ég efa að hann hafi áður komið fram í pilsi.
Páll Óskar er stuðbolti landsins, hefur ekkert fyrir því að vera flottur. Stóð sig vel sem veislustjóri og frábært að láta hann hita upp með sínum lögum!
Já, var ekki bara gaman að þessu?! Nú er að sjá tónleika Landsbankans á morgun, Glitnir verður í hlaupinu, þannig að allir bankarnir hafa þá boðið landsmönnum upp á eitthvað skrall um helgina og munu væntanlega klappa sér á öxl fyrir það.
Aldrei fleiri á Laugardalsvelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 23:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.7.2007
Mannlegur aldingarður
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 16:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.6.2007
Ný tíska í auglýsingum?
30.5.2007
Smá stórmenni
Lágvaxið fólk hefur komist ansi langt, ekki síst í skemmtanabransanum. Þar get ég nefnt sem dæmi Madonnu, Prince, Dustin Hoffmann... og örugglega eru einhverjir fleiri smávaxnir snillingar...
Rod Stewart kemur upp um eigin smæð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Auglýsingar á vinsælar bloggsíður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.5.2007
Skemmtilegir Moggabloggarar í Kastljósi
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 20:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.5.2007
Viltu dansa gæskan...?
Geir og Ingibjörg ræðast við síðdegis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.5.2007
Alltaf gaman á Akureyri
16.5.2007
Óður til sauðkindarinnar
Í Bændablaðinu er snilldarljóðabálkur sem heitir "Óður til sauðkindarinnar", sem er sagður eftir Þorfinn nokkurn Jónsson. Í blaðinu kemur fram að lesendur hafi lagt hart að blaðinu að birta ljóðið á ný eftir langan tíma. Þótt í þetta sinn hafi Bændablaðið orðið á vegi mínum á Akureyrarflugvelli, þá má geta þess fyrir áhugasama höfuðborgarbúa, að blaðið liggur jafnan frammi ókeypis á kassanum á Melabúðinni - nema hvað. Þetta er semsagt í 9. tbl. Bændablaðsins frá 15. maí 2007. Rafræn útgáfa hér.
Þetta er gargandi snilld og mikið eigum við blessaðri kindinni að þakka!
Menning og listir | Breytt 30.7.2007 kl. 15:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)