Ný tíska í auglýsingum?

Í sunnudagsblaði Moggans eru tvær teiknaðar opnuauglýsingar og fleiri stórar auglýsingar sem eru teiknaðar. Þær eru skrautlegar, sniðugar og vekja athygli. Það hlýtur að sparast stórfé við auglýsingagerð sem krefst ekki módela, ljósmyndara, sviðsmyndar, lýsingar, hugmyndavinnu margra o.s.frv. Nógu er samt dýrt að birta opnuauglýsingu í sunnudagsblaðinu. Hér er greinilega komin áhugaverð stefna í auglýsingagerð. Í blaðinu í dag voru þær bara svo margar, að ég þurfti að fletta fram og til baka til að fullvissa mig um að ég hefði ekki gripið Andrésblað í misgripum!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ætli þetta séu ekki tvær auglýsingastofur sem eru fyrstar með nýjungina.... svo koma allar hinar síðar
Skenntlegt sonna.

Ansi er ég hrædd um það að hugmyndavinnan á bak við svona auglýsingar sé eitthvað ,,ódýrari"

Laulau (IP-tala skráð) 3.6.2007 kl. 23:11

2 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Önnur ný tíska í auglýsingum sem mér finnst ekki geðfelld er t.d. nýja auglýsingaherferð vildarklúbbs Flugleiða. Þeir sem eiga að tákna starfsmenn vildarklúbbsins standa beinlínis og öskra til viðskiptavinanna burséð frá því hvort "vesalings" viðskiptavinurinn er að gifta sig eða hvað annað hann hefur fyrir stafni. Yfirgangssöm, smekklaus og fráhrindandi nálgun.

Marta B Helgadóttir, 4.6.2007 kl. 12:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband