Færsluflokkur: Dægurmál

Nekt á forsíðu Moggans í dag

Forsíðumynd Morgunblaðsins í dag er frábær vegna óheppilegrar uppstillingar, og þess virði að skoða. Þar sjást tvær manneskjur halda á milli sín listaverki Andy Warhols af Elísabetu Taylor, en á bak við aðra þeirra er nákvæmt málverk af nakinni konu í fullri stærð sem virðist halda í aðra manneskjuna. Þar með er nektarmynd á forsíðu Morgunblaðsins í dag. Svona gerast tilviljanirnar stundum!

Spænskar prinsessur nútímans

Casa RealÞá eru komnar tvær spænskar erfiprinsessur, en eldri dóttir þeirra Felipe og Letiziu mun erfa krúnuna eftir föður sinn. Til þess að svo mætti verða, þurfti að breyta aldagömlum lögum á Spáni, sem kváðu á um að aðeins synir gætu erft krúnuna. Slíkum lögum hefur undanfarna áratugi verið breytt í þeim löndum Evrópu þar sem er konungsstjórn, en Spánn var eitt síðasta landið til að breyta þessu. Felipe á tvær eldri systur, þær Elenu og Cristinu, en þær gátu skv. spænsku stjórnarskránni ekki erft konungdæmið og því þurftu konungshjónin að bíða eftir að drengurinn kæmi. Ég væri nú frekar fúl ef ég væri Elena, að vera elst, en horfa svo upp á litla bróður alinn upp sem verðandi konungur. En hún er vel upp alin spænsk kona af góðum ættum og gerir líklega ekki veður út af málinu úr þessu. Eiginmaður hennar er Jaime de Marichalar, sem lítur út eins og karakter úr málverki eftir El Greco. Yngri systirin, Elena, er gift Inaki Urdangarín handboltakappa úr Barcelona, og hún vinnur í banka þar í borg. Barnalánið hefur ekki verið vandamál hjá þessum spænsku kóngabörnum, því systurnar eiga samtals 6 börn og nú er Felipe komin með tvær prinsessur (í alvöru). Konungshjónin, Juan Carlos og Sofia eru því rík af barnarbörnum, enda eru þau víst alltaf að passa! Þetta var semsagt um spænsku konungsfjölskylduna fyrir áhugasama um kóngafólkið í Evrópu!


mbl.is Spánarprinsessa eignast sína aðra dóttur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Orgasmic!

Þvílíkt hugmyndaflug! Þvílík dýrð og fegurð! Þvílík veisla fyrir skynfærin! Já, ég fór enn einu sinni með góðum hópi á Sjávarkjallarann í gærkvöldi, en við höfðum pantað Exotic menu fyrir alla. Hugmyndaflugi kokkanna á Sjávarkjallaranum virðast engin takmörk sett, því nýir réttir bætast við matseðilinn reglulega, fiskur, skelfiskur, villibráð... og samsetningin slær öllum listaverkum við. Hvar annars staðar nýtur maður matarins með öllum skilningarvitum? Fyrirgefið enskuslettuna, en ég kvika ekki frá lýsingunni sem ég gef útlendingum stundum af staðnum: ORGASMIC!

Amma sem rokkar!

Það er töggur í þessari, algjörlega kona að mínu skapi. Hugsið ykkur hvað háskólanámið hefur gefið þessari öldruðu konu mikla lífsfyllingu, enda er margt annað hægt að gera en setjast við hannyrðir í ellinni. Ég verð nákvæmlega svona, eilífðarstúdentinn sjálfur, og stefni að því að útskrifast með einhverja gráðu um leið og barnabörnin!
mbl.is Útskrifast úr háskóla 95 ára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvenær verður nóg komið af byggingum?

Það er ekkert lát á byggingaframkvæmdum. Íbúðir, atvinnuhúsnæði og skrifstofuhúsnæði af öllum stærðum og gerðum, turnar spretta og virðast allir vera í keppni við Hallgrím blessaðan! Það hlýtur að koma að því að við fáum öll okkar einkaíbúð og getum öll rekið nokkur fyrirtæki um allt land. Spurning hvort við herðum okkur ekki í innflutningi fólks og reynum að draga huldufólkið út úr klettunum svo við getum fyllt alla kassana af kjöti? Á meðan úthverfin fyllast af byggingum og vegirnir breikka og batna til að fólk komist hratt og örugglega í svefnbæina, er eins og ekkert vitrænt megi gera fyrir hjarta borgarinnar. Þar var allt púður lagt í að gera hraðbraut í gegnum miðbæinn til að drepa örugglega niður von um manneskjulegan miðbæ í kringum garð og tjörn. Ljós punktur er þó Tónlistarhúsið sem mun án efa efla miðbæinn.

Markaðsbrella ársins

Hverju finnur fólk ekki upp á! Það hlýtur að vera mjög spennandi að fylgjast með þroska þessa merkilega osts. Maður getur rétt ímyndað sér lyktina! En í alvöru, þetta er snilld. Ég tilnefni bændurna þarna í Suður-Englandi til markaðsverðlauna ársins.


mbl.is Ostur orðinn internetstjarna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Byggjum upp torgastemmningu

Þegar uppbygging hefst á reitnum þar sem brann í miðbænum, sérstaklega þegar Karnabæjarhúsið verður rifið, gefst tækifæri til að opna á fallega bakgarða og byggja upp torgamenningu sem hvarf með tengingu húsa í raðir einhvern tíma á síðustu öld. Garðurinn á bakvið Hressó, Jómfrúnna og Borgina er frábært svæði, og svo mætti gera eitthvað manneskjulegt við Lækjartorg, Ingólfstorg og Fógetagarðinn. Svo ætti auðvitað að opna Lækinn og byggja fallegar brýr yfir hann og leggja áherslu á mannbætandi þjónustu. Þetta er í raun gamli "rúnturinn" í hnotskurn, eða svæðið sem afmarkast af Hafnarstræti, Lækjargötu, Skólabrú, Kirskjustræti og Aðalstræti. Svona torgastemmning með tengileiðum, skemmtilegum kaffihúsum og menningarstarfsemi er ríkjandi í öllum borgum og bæjum Evrópu, því ekki líka í Reykjavík?

Hver verða stóru málin?

Formaður Íslandshreyfingarinna segir að umhverfismálin verði langstærsta kosningamálið. Hvað með Evrópusambandið og hugsanlega aðild Íslands? Er ekki komin tími til að athuga með aðildarviðræður? Það er alveg merkilegt hvernig tekst alltaf að svæfa þetta mál, kosningar eftir kosningar!

Var þetta ekki snilld?!?


Miðaldra pönkarar og eilífar diskódúllur

mohawk hairstyleAldarfjórðungur er frá því kvikmyndin Rokk í Reykjavík var frumsýnd, og að því tilefni bauð Jón Ólafs nokkrum pönkurum, sem voru í myndinni, í sjónvarpsþátt sinn í kvöld. Það er sniðugt að sjá miðaldra menn rifja upp bernskubrekin, og eiginlega frekar krúttlegt.  En svakalega voru sumir ungir menn reiðir á þessum tíma! Var það bara til að vera eins og ungt fólk samtímans í London? Þar bjó fólk við ofbeldi og langtíma atvinnuleysi og sá ástæðu til að gera uppreisn gegn kerfinu. Hér voru aðstæður aðrar, en samt um að gera að taka þátt í nýjustu straumum í tónlist og tísku. Það komu rosa margir áhugaverðir tónlistarmenn upp á þessum tíma sem hafa haft áhrif á íslenska tónlist, eins og t.d. Þeyr og Björk, og óhætt að segja að þetta hafi verið einstakur tími. Ég man vel eftir þessum tíma, en ég var svoddan diskódrottning og nýbylgjudúlla að umræddir menn hefðu sjálfsagt ælt. 

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband