Færsluflokkur: Dægurmál

Bubbi heppinn!

Það er nú sveimér gott að Bubbi litli skyldi fá byssuleyfi við 10 mánaða aldurinn. Ekki seinna vænna að byrja að kenna ungum Bandaríkjamönnum að leika sér með skotvopn um það leyti! En Bubbi litli þarf að geyma byssuna sína heima hjá afa þangað til hann hefur náð 14 ára aldri, en þá telja foreldrarnir að hann geti farið að skjóta soldið svona á umhverfið. Hversu sick getur bandarískt þjóðfélag orðið?!
mbl.is Tíu mánaða gamalt barn fær byssuleyfi í Illinois
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frétt eða auglýsing?

Gott mál, það er kominn tími til að hressa upp á vöruval í þeim verslunum sem leggja áherslu á lágt verð. Ég á frekar erfitt með þessar verslanir, ég legg svo svakalega mikið upp úr þjónustunni og vil frekar faraí Melabúðina, þar sem ég fæ allt sem mig vantar og dett ekki í nein magninnkaup. Það þarf að vera þægilegt að versla, ekki gerir maður það að gamni sínu. Mér finnst framsetning fréttarinnar hins vegar vera á mörkum þess að vera auglýsing en ekki frétt...
mbl.is Ný kynslóð lágvöruverðsverslana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggvinum boðið í eins árs afmæli

Ekkert hefur verið bloggað hér um Eurovision og kosningar. Það væri að bera í bakkafullan lækinn að gera það núna og þess vegna ákvað ég að nota tækifærið og óska sjálfri mér til hamingju með að hafa haldið úti Fararstjóranum (moi) í eitt ár, en fyrsta blogg síðunnar var einmitt um Eurovision í fyrra. Síðan þá hef ég skrifað um hitt og þetta, tjáð mig um fréttir og dægurmál, pælt í bloggi annarra og síðast en ekki síst eignast bloggvini, hverra síður ég les reglulega. Af því tilefni er öllum bloggvinum boðið að fagna okkur sjálfum, og óska ég okkur öllum farsællar skrifræpu um ókomna framtíð, á besta blogginu í bænum, Moggablogginu! Og pælið í því, að þegar ég skrifaði fyrstu færsluna, höfðu rétt um 10.000 færslur verið skráðar, núna eru þær komnar á þriðja hundrað þúsund og í raun ótrúlegt hve margt frábært fólk hefur ákveðið að ganga í þetta skemmtilega samfélag á netinu.

Testesterónið trekkir

Það kemur ekki á óvart að Eiríkur Hauksson veki athygli fyrir karlmannlegt atgervi og útgeislun! Í samanburði við aðra karlmenn sem taka þátt í keppninni, er hann náttúrulegur, eðlilegur karlmaður. Kannski hafa margir gleymst hvernig svoleiðis eintak lítur út, því aðrir karlkyns þátttakendur eru allt frá því að vera óver-metró yfir í að vera einfaldlega í kvenmannsfötum með brjóst. Ég var ekkert hrifin af laginu til að byrja með, en ég hef tröllatrú á útgeislun og sviðsframkomu Eika. Áfram Ísland!


mbl.is Slegist um Eirík í Helsinki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hættulegur leikur

Í hvert sinn sem við keyrum upp í hesthús til að fara í reiðtúr um Mosfellsdalinn, fáum við hland fyrir hjartað ef við sjáum fólk á torfæruhjólum. Við erum reyndar með trausta og góða hesta, en sprengihljóðin í torfæruhjólunum kljúfa oft kyrrðina og geta fælt pollrólega hesta þannig að gífurleg slysahætta skapast. Það verður einfaldlega að finna hjólagaurum aðra staði en reiðvegi, því slys á hestbaki verða oftast þegar hestar fælast af svipuðum ástæðum og þessum.


mbl.is Knöpum þungt í skapi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Munið þið eftir kasettunum?

Ég man hve merkilegt mér fannst að eignast kasettutæki með hljóðnema, en það var notað til að taka upp endalaust blaður og vitleysu sem svo var spilað aftur og aftur. Rosalega fannst okkur vinkonunum á Framnesveginum við vera fyndnar!
Ég man eftir að hafa safnað kasettum og tekið yfir þær aftur og aftur.
Ég man eftir að hafa keypt sérstaka kasettugrind í skápinn minn, til að geta raðað kasetttunum í.
Ég man eftir að hafa stillt kasettutækinu upp fyrir framan útvarpið, gjarna við Kanaútvarpið eða Lög unga fólksins, og heimtað grafarþögn þegar lög voru tekin upp.
Ég man eftir að hafa sent kasettur milli landa í stað bréfa, með blaðri og slúðri.
Ég man eftir að hafa smyglað kasettutækinu inn í Háskólabíó í rauðu íþróttatöskunni minni (sem var keypt í Sport á Laugavegi 13 og merkt búðinni) og tekið upp heilar bíómyndir, eins og t.d. Grease.
Ég man eftir þegar kasettur flæktust í tækinu og maður þurfti að losa bandið ofurvarlega til að slíta það ekki.
Ég man þegar tækninni fleygði fram, þá blandaði ég tónlist á kasettur og skírði þær nöfnum eins og "Rólegt", "Stuð" eða "Blandað", á svipaðan hátt og maður býr til spilunarlista á ipod í dag.
Ég man eftir hreinsispólunum sem maður keyrði í gegnum kasettutækið með vissu millibili.
Ég man þegar myndbandsspólurnar bættust við - hvenær ætli þeirra tími líði undir lok?!
mbl.is Dagar hljóðsnældunnar taldir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir óákveðna

Þetta er snilld, til að komast að því hvar skoðanir manns liggja ef maður hefur ekki ákveðið sig. Vonandi er í lagi að setja þetta hér, Bifrestingar láta mig vita ef ekki má dreifa þessu: http://xhvad.bifrost.is/

Sígaunarnir eru komnir

Gypsy familyHver hefði trúað því að hingað kæmu á endanum sígaunar, svona alvöru sígaunar, sem láta hverjum degi nægja sína þjáningu. Rúmenum er að fjölga hér á landi, eftir að Rúmenía bættist í hóp landa sem mynda Evrópska efnahagssvæðið, og þar með er þeim frjálst að fara milli landa, dvelja og vinna í öðrum EES löndum. Hingað eru komnar fjölskyldur, sem eru alveg eins og sígaunarnir sem voru svo áberandi á götum ferðamannastaða Spánar í kringum 1980, fólk sem á ekki samastað, finnst ekkert tiltökumál að vera ekki með fasta vinnu, og lifir fyrir einn dag í einu. Þau eru meira að segja alveg eins útlítandi, nema helsti munurinn er að hér verða þau að klæða sig heldur betur en á Costa del Sol! Kunningi minn gaf sig á tal við sígaunahjón á Lækjartorgi nú í vikunni, sem spurðu hvort hann vissi um herbergi til að halla sér eða einhverja vinnu til að stunda í stuttan tíma. Hver hefði trúað því að sígaunar sæktust eftir því að búa á Íslandi!? Spennandi verður að sjá hvernig þeim gengur að aðlagast lífinu hér, - kannski eigum við eftir að sjá sígauna dansa og spila á götum Reykjavíkur í sumar, alveg eins og maður man eftir frá Torremolinos. Það væri hægt að ímynda sér að þeir gætu lífgað við landbúnaðinn, en mikið held ég að þeim eigi eftir að blöskra verðið á hjólhýsum!

Fjárfestingar ríkissjóðs skila árangri?!

Var þetta nú tímans og peninganna virði? Hvað hefur þessi leikur kostað ríkissjóð? Mikið er ég fegin fyrir hönd okkar allra, ekki síst þó fyrir hönd sakborninganna, að þessu er lokið. Legg ekki dóm á dóminn hér...
mbl.is Jón Ásgeir og Tryggvi dæmdir í skilorðsbundið fangelsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grannar og graðar

Þessi hópur vísindamanna sem vinnur að því að þróa pillu til að örva kynhvöt kvenna um leið og hún dregur úr matarlyst þeirra, samanstendur væntanlega af karlmönnum, sem skemmta sér vonandi konunglega. Er það ekki draumur allra karlmanna að hafa konur grannar og graðar? Kannski spurning hvort vísindamenn ættu ekki að nota tímann í að þróa aðferðir til að koma í veg fyrir eða lækna hættulega sjúkdóma, t.d. brjóstakrabbamein. Allt spurning um forgangsröðun...


mbl.is Vonir bundnar við pillu sem örvar kynhvötina og dregur úr matarlyst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband