Færsluflokkur: Dægurmál

Má ég vera með?

Þetta er leyndardómsfull keppni. Hvernig fer hún fram? Hverjir gefa sig út fyrir að vera hrútaþuklarar, og hvernig eru þeir þjálfaðir? Þarf sérstaka menntun? Eftir hverju er dæmt? Og kannski síðast en ekki síst: Hvað er þuklað og til hvers?! Hvaðan kemur siðurinn, og er þetta stundað í fleiri löndum en hér? Gætum við kannski sett upp Norðurlandakeppni? Má ég vera með? Meeeee....
mbl.is Keppt í hrútaþukli á Ströndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Með franskar á öxlinni?

Ég ELSKA slæmar þýðingar! Uppáhaldið mitt er held ég þegar setningin "The problem with him, is that he has a chip on his shoulder" var þýtt í íslensku sjónvarpi sem "hans vandamál er að hann er með franskar á öxlinni": Hér eru nokkur klassísk dæmi, þar sem segja má að meiningin hafi tapast að mestu!!

  • "Drop your pants here for best results."
    -skilti við fatahreinsun í Tokyo
  • "We take your bags and send them in all directions."
    -skilti á flugvelli einhvers staðar í Skandinavíu
  • "Ladies may have a fit upstairs."
    -frá fatahreinsun í Bangkok
  • "Please leave your values at the front desk."
    -leiðbeiningar á hóteli í París.
  • "Here speeching American."
    -í verslun í Marokkó.
  • "No smoothen the lion."
    -úr dýragarði í Tékklandi.
  • "The lift is being fixed. During that time we regret that you will be unbearable."
    -á hóteli í Búkarest 
  • "Teeth extracted by latest methodists."
    -á tannlæknastofu í Hong Kong.
  • "STOP! Drive Sideways."
    -vegaskilti við afrein í Japan.
  • "Ladies, leave your clothes here and spend the afternoon having a good time."
    -stuð á þvottahúsi í Róm.
  • "If you consider our help impolite, you should see the manager."
    -á hóteli í Aþenu.
  • "Our wines leave you nothing to hope for."
    -á vínseðli svissnesks veitingastaðar 
  • "It is forbidden to enter a woman even a foreigner if dressed as a man."
    -í bænahúsi í Bangkok 
  • "Fur coats made for ladies from their own skin."
    -í búðarglugga feldskera í Svíþjóð
  • "Specialist in women and other diseases."
    -á læknastofu í Róm 
  • "When passenger of foot heave in sight, tootle the horn. Trumpet him melodiously at first, but if he still obstacles your passage then tootle him with vigor."
    -bæklingur bílaleigu í Tokyo

mbl.is Varað við blöðrubólgu á velsku umferðarskilti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á hvers vegum er Desiree?

Er ekki frekar undarlegt að amerískur vatnsaflsverkfræðingur tjái sig um Kárahnjúkastífluna og tali um upplýsingaleysi í fjölmiðlum án þess að hún eða fjölmiðlar hafi haft samband við Landsvirkjun? Hér kemur gamli blaðamaðurinn upp í mér, sem þrátt fyrir allt lærði að heyra þarf báðar hliðar mála. Hún hefur mikið til síns máls, sérstaklega er scary að hlusta á hana segja frá því að líklegast sé þetta allt saman verkfræðilegt klúður sem er, eins og sumar framkvæmdir á Íslandi, því marki brennt að anað var út í framkvæmdir án þess að ganga frá öllum smáatriðum varðandi undirbúning verkefnisins. En kom hún hingað sem hlutlaus vísindamaður, eða er hún á vegum einhvers?

Þjóðin sem svaf yfir sig

Frábær grein Stefáns Mána, "Bakkafullur lækur" í Lesbókinni laugardaginn, 12.ág. segir það sem ég vildi segja um Kárahnjúkamálið ákkúrat núna. Greinin lýsir því hvernig fólk er orðið ringlað af því að hlusta á rök með og á móti, en það sem við stöndum í raun frammi fyrir er að þetta er orðið að veruleika, og þjóðin situr og fylgist með hvernig "skaðinn er skeður en samt er hann ekki skeður". Dramatískt, spennandi, ógnvænlegt, sorglegt? En við sofnuðum ekki aðeins á verðinum, heldur sváfum öll yfir okkur.

Auglýsing um afhommun

Mér svelgdist illilega á ristaða brauðinu í morgun þegar ég sá heilsíðuauglýsingu í Mogganum frá einhverjum hóp kristinna trúfélaga. Yfirskriftin er: "Frjáls... úr viðjum samkynhneigðar". Er ekki í lagi með fólk? Er virkilega til einhver sem heldur því fram að hægt sé að þvinga einstaklinga til að vera annað en þeir sjálfir?! Maður veit ekki hvort maður á að hlæja eða gráta. Kannski væri ráð að draga andann djúpt og líta á þetta sem brandara á þessum annars gleðidegi, þegar ástæða er til að fagna leiðréttingu mikilvægra mannréttinda með samkynhneigðum.

Öfgarnar í Kína

Hundaeign hefur farið ört vaxandi í Kína og er þar greinilega allt leyfilegt, öfganna á milli, allt frá því að hundar eru klæddir í föt og sendir í sundskóla til þess að allt í lagi sé að berja þá til dauða ef það hentar. Það er hræðilegt til þess að hugsa að engin landslög fjalli um hvernig meðferð dýra skuli háttað í svona stóru landi.


mbl.is 50.000 hundum lógað í Kína vegna hundaæðisfaraldurs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Förum út í garð

Reykvíkingar gætu notað stóra sem smáa almenningsgarða borgarinnar miklu betur. Með tónleikum Sigur Rósar á Miklatúni hefur vonandi verið sleginn tónn í þessa átt. Hljómskálagarðurinn er þannig staðsettur, að ef flugvöllurinn skæri ekki helminginn af miðbænum, hefði garðurinn þróast líkt og Hyde Park í London eða Central Park í New York. þá kæmi fólk þangað í hádegishléi frá vinnu og börn kæmu og gæfu öndunum allan hringinn í kringum Tjörnina. Þar er hægt að grilla, leika sér og njóta lífsins. Einhvern tíma stóð til að opna þar kaffihús, hvað ætli hafi orðið um þau plön?

Hvað með starfsmenn á flugvöllum?

Öryggismál á Keflavíkurflugvelli voru í fréttum fyrir stuttu, og þá sá hluti sem snýr að leit á flugfarþegum. En hefur einhver pælt í hvernig öryggismálum varðandi starfsfólk er háttað, eða hver hefur aðgang hvert og hvaða ráðstafanir eru gerðar? Við farþegarnir sjáum áhafnir flugvéla fara í gegnum stranga vopnaleit við öll tækifæri og fylgst er grannt með þeim í tolli. En hvernig eru öryggisráðstafanir varðandi starfsfólk flugvallarins sem við sjáum minna, t.d. þá sem koma með matinn og hreinsa vélarnar? Geta þeir farið milli flugstöðvarbyggingar og flugvéla, eða milli flugvéla, án þess að gangast undir einhvers konar leit?

ÍBV þrýstir á sjúkraflug

Eyjamenn geta verið stoltir af sínum mönnum, en fótboltamenn ÍBV sem sóttu KR heim nú í bikarnum notuðu tækifærið og lögðu áherslu á mikla þörf fyrir sjúkraflug milli lands og Eyja. Drengirnir lögðust hver um annan þveran í grasið hvað eftir annað og héldu um fót, læri, maga, bak og fleiri líkamshluta og engdust af kvölum. Virtist þetta vera þeirra leið til að láta landsmenn vita um þörfina á sjúkraflugi, því ekki hefur fundist önnur skýring. KR vann hins vegar og fengu áhorfendur eitthvað fyrir allan peninginn, þar sem leikurinn fór í framlengingu og vítaspyrnukeppni.

Gott tengslanet og krassandi sögur

Maður getur ekki annað en heimsótt Orðið á götunni til að sækja fréttir um það sem er efst á baugi. Þetta er snilldarsíða, og er eiginlega nýja uppáhaldsbloggsíðan mín eftir að ég kom að utan. Höfundar hafa greinilega yfir að ráða tenglum inn á flest svið þjóðmála, og dansa á þessari línu sem sumir blaðamenn kunna, en verða að passa sig að fara ekki yfir. Það er galdurinn.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband