Færsluflokkur: Bækur

Boston á morgun

Á morgun liggur leið mín í stutta ferð til lærdómsborgarinnar Boston þar sem ég mun heimsækja einn af bestu háskólum heims. Mér dettur ekki í hug að ferðast án þess að njóta þess líka, og því mun ég, allan sunnudaginn og milli funda, spranga um Cambridge, rölta um Harvard Square og Newbury Street, og svo er víst skylda að snæða á Legal Seafoods í borginni. Verst að það er svo ferlegakalt þarna núna, það er svona veður eins og var hér um daginn, frost og snjór. Það er bara 66N peysan, úlpa og bomsur í búðirnar. En bókabúðirnar maður, jedúddamía, ég á eftir að gleyma mér! Sleppi bara Leyndardómum Viktoríu í staðinn. 

Tölum tungum til tíræðs

Engin þörf á að böggast lengur í mér fyrir að vera eilífðarstúdent, fræðslufíkill... ég verð sko í banastuði í heimsreisu minnst til 104 ára!
mbl.is Tungumálakunnátta tefur fyrir elliglöpum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fíflagangur í Gettu betur?

Annað hvort var þetta fullkomið áhugaleysi eða keppendur ákváðu að gera lítið úr Gettu betur í kvöld. Lið Iðnskólans í Hafnarfirði var eins og það væri sofandi eins og það lagði sig og svaraði tveimur spurningum rétt. Önnur svör voru síðan algerlega út í hött, ekki einu sinni ágiskanir, heldur bara djók. Þetta eru svo klárir krakkar allt saman, að mér finnst þetta til skammar og lýsi eftir áhuga og undirbúningi og hana nú!

Baugur styrkir sig á prentmiðlamarkaði

Breytt fyrirkomulag og eignaraðild á DV þýðir einfaldlega að Baugur er að styrkja sig á tímarita- og blaðamarkaði. Félag í eigu Baugs, sem á stærsta hlutann í "nýju" DV, gefur út tímarit eins og Veggfóður, Ísafold og líka Hér og nú. Hinir aðaleigendurnir eru 365 og svo ritstjórinn og sonur hans. Áhugaverð flétta. Félagið er smám saman að koma upp tímaritum í sama stíl og gamli Fróði gaf út. Lífsstíls- matar- slúður- og hús/híbýlablað, og svo má búast við breskum áhrifum í fréttamennsku DV.
mbl.is Útgáfufélag í eigu Baugs og 365 tekur við útgáfu DV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hefur síðasta orðið verið sagt?

Ætli Kárahnjúkavirkjun verði draugalegur minnisvarði um skammsýni ráðamanna á Íslandi? Eru þetta stærstu mistök sögunnar? Ætli virkjunin færi okkur milljarða, fullt af vinnu og orku? Ætli Ómar vinni sigur? Hver verða áhrifin á ferðamannageirann? Allt frá því virkjunin var á teikniborðinu hef ég haft alls konar skoðanir á henni, heyrt flottan fyrirlestur hjá Landsvirkjun og haft áhyggjur af náttúru og ferðamönnum. Ég held að lestur Draumalandsins hafi verið minn "turning point" og gert mig algerlega andsnúna framkvæmdunum. Mér finnst þetta virkilega tilgangslaust.

Með franskar á öxlinni?

Ég ELSKA slæmar þýðingar! Uppáhaldið mitt er held ég þegar setningin "The problem with him, is that he has a chip on his shoulder" var þýtt í íslensku sjónvarpi sem "hans vandamál er að hann er með franskar á öxlinni": Hér eru nokkur klassísk dæmi, þar sem segja má að meiningin hafi tapast að mestu!!

  • "Drop your pants here for best results."
    -skilti við fatahreinsun í Tokyo
  • "We take your bags and send them in all directions."
    -skilti á flugvelli einhvers staðar í Skandinavíu
  • "Ladies may have a fit upstairs."
    -frá fatahreinsun í Bangkok
  • "Please leave your values at the front desk."
    -leiðbeiningar á hóteli í París.
  • "Here speeching American."
    -í verslun í Marokkó.
  • "No smoothen the lion."
    -úr dýragarði í Tékklandi.
  • "The lift is being fixed. During that time we regret that you will be unbearable."
    -á hóteli í Búkarest 
  • "Teeth extracted by latest methodists."
    -á tannlæknastofu í Hong Kong.
  • "STOP! Drive Sideways."
    -vegaskilti við afrein í Japan.
  • "Ladies, leave your clothes here and spend the afternoon having a good time."
    -stuð á þvottahúsi í Róm.
  • "If you consider our help impolite, you should see the manager."
    -á hóteli í Aþenu.
  • "Our wines leave you nothing to hope for."
    -á vínseðli svissnesks veitingastaðar 
  • "It is forbidden to enter a woman even a foreigner if dressed as a man."
    -í bænahúsi í Bangkok 
  • "Fur coats made for ladies from their own skin."
    -í búðarglugga feldskera í Svíþjóð
  • "Specialist in women and other diseases."
    -á læknastofu í Róm 
  • "When passenger of foot heave in sight, tootle the horn. Trumpet him melodiously at first, but if he still obstacles your passage then tootle him with vigor."
    -bæklingur bílaleigu í Tokyo

mbl.is Varað við blöðrubólgu á velsku umferðarskilti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Draumalandið, loksins!

Ég notaði tækifærið á meðan ég er í þessu hálf-fríi og byrjaði á Draumalandinu. Mig hefur klæjað í lófa og heila að lesa hana frá því hún kom út, því mér finnast svona bækur svo skemmtilegar, sem tala til fólks á vitsmunalegan hátt. Andri Snær, til hamingju með að þora að skrifa svona bók, þú ert snillingur! Það er ekki mikið um það í doða neyslusamfélagsins að einhver nenni að skrifa svona texta, en meira var um slík skrif áður fyrr sem höfðuðu til almennings, t.d. greina -og ritgerðasöfn, enda vitnar Andri Snær til slíkra rita í bókinni. Draumalandið gerir ráð fyrir að fólk hugsi á gagnrýninn hátt og dragi ályktanir, þótt orðræðunni sé að sjálfsögðu ætlað að selja ákveðna hugmyndafræði. Bókin heldur mér algerlega fanginni, og er ég ánægð að hafa tækifæri til að lesa hana loksins. Ég vil að allir lesi hana, annars kem ég í heimsókn og les upp úr henni fyrir ykkur! En geri það kannski þegar ég er komin heim frá Draumalandinu mínu þar sem ég er núna - Spáni!

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband