Draumalandið, loksins!

Ég notaði tækifærið á meðan ég er í þessu hálf-fríi og byrjaði á Draumalandinu. Mig hefur klæjað í lófa og heila að lesa hana frá því hún kom út, því mér finnast svona bækur svo skemmtilegar, sem tala til fólks á vitsmunalegan hátt. Andri Snær, til hamingju með að þora að skrifa svona bók, þú ert snillingur! Það er ekki mikið um það í doða neyslusamfélagsins að einhver nenni að skrifa svona texta, en meira var um slík skrif áður fyrr sem höfðuðu til almennings, t.d. greina -og ritgerðasöfn, enda vitnar Andri Snær til slíkra rita í bókinni. Draumalandið gerir ráð fyrir að fólk hugsi á gagnrýninn hátt og dragi ályktanir, þótt orðræðunni sé að sjálfsögðu ætlað að selja ákveðna hugmyndafræði. Bókin heldur mér algerlega fanginni, og er ég ánægð að hafa tækifæri til að lesa hana loksins. Ég vil að allir lesi hana, annars kem ég í heimsókn og les upp úr henni fyrir ykkur! En geri það kannski þegar ég er komin heim frá Draumalandinu mínu þar sem ég er núna - Spáni!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Morten Lange

Ég er líka mjög fylgjandi bókum og greinaskrífum sem fær mönnum til þess að hugsa. Hvet fólk eindregið til að lesa "Draumalandið". Það skritna er að gagnrýnin á innihaldi bókarins sem maður hefur séð hingað til, varla snerta aðalmálið, sem er að gert sé ráð fyrir því í "LOWEST ENERGY PRICES" , sölubækling stjórnvalda, að virkja öllum stórum ám, og selja á útsöluverði. Engin hefur heldur rakið rök Andra um hversu fá störf og litlar tekjur sem í rauninni skapast af stóriðjustefnunni. Einhver sæmilega haldbær rök á móti hljóta að vera til.

Ég mæli með að fólk ræði bókinni vel og lengi. Gott tæki til þess væri að stofna síðu um hana á Wikipedia :

http://is.wikipedia.org/w/index.php?title=Draumalandi%C3%B0_-_sj%C3%A1lfshj%C3%A1lparb%C3%B3k_handa_hr%C3%A6ddri_%C3%BEj%C3%B3%C3%B0

Síðan er þear tengd við síðu um Andra : http://is.wikipedia.org/wiki/Andri_Sn%C3%A6r_Magnason

Morten Lange, 12.6.2006 kl. 00:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband