Færsluflokkur: Bækur
26.11.2007
Af Rómverjum, englum og djöflum
Fjölskyldan brá sér til Rómar í vetrarfríi barnanna, enda kjörið tækifæri til að kynna þeim vöggu evrópskrar menningar um leið og kíkt er í búðir og borðaður góður matur. Róm er ein af mínum uppáhaldsborgum í Evrópu og þreytist ég seint á að detta um sögu, menningu og fegurð við hvert götuhorn. Svo á ég frábæran vin í Róm, hann Tito, sem finnst ekki tiltökumál að hitta fólk og leiða það um götur og veitingastaði borgarinnar. Í þetta sinn kenndi hann dætrunum allt um pizzur og pasta og útskýrði að ekki má setja hvaða sósu sem er á hvaða pasta sem er! Að áeggjan Titos keypti ég bók Dan Browns, Engla og djöfla, sem einmitt gerist í Róm og las hana í næstu flugferðum mínum. Hún er hræðilega spennandi og mun betri en da Vinci lykillinn, ég mæli með henni. Að öðru leyti gengum við okkur til óbóta í Róm, versluðum pínu, borðuðum mikinn og góðan mat og drukkum í okkur menningu og sögu. Tito leysti mig svo út, eins og venjulega, með heimalöguðu Limoncello, namm, namm!
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.7.2007
Mannlegur aldingarður
Dreif mig í fríinu að lesa Aldingarðinn, smásagnasafn Ólafs Jóhanns Ólafssonar sem kom út um síðustu jól. Þetta eru frábærlega vel gerðar sögur af venjulegu fólki sem á það sameiginlegt að ástin og tíminn hafa á einhvern hátt haft áhrif á líf þess. Sögurnar eru fljótlesnar og hreyfa við manni. Mæli með henni sem sumarlesningu.
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.5.2007
Úti að aka
Auðvitað er það ekki aðalmálið að vera með símann í hendinni, ég meina fólk hefur alltaf verið að gera fullt annað við stýrið en að keyra. T.d. ef maður er með börn í bílnum þarf oft að nota hendur í að rétta þeim eitthvað eða jafnvel aðskilja systkini í slagsmálum í aftursæti. Nú svo er algengt að sinna snyrtingu, varalitun eða tannaplokkun, fyrir utan það að örugglega um 90% ökumanna bora í nefið við stýrið - þótt það sé aðallega gert á rauðu ljósi. Það er fleira gert á rauðu ljósi, ég á vinkonu sem kynntist manninum sínum við þær aðstæður, þannig að fólk er líka í því að daðra milli bíla. Svo er náttúrulega gott að nota tímann og gleypa í sig skyndibitann og totta gosflösku eins og er algengt. Fólk hefur alltaf hlustað á tónlist og sungið af innlifun við stýrið, og eitthvað er orðið um að bílstjórar setji sjónvarp í bílinn, við hliðína á síma- og ipod tengingum. Margir eru farnir að hlusta á hljóðbækur, sem geta vakið ýmsar tilfinningar við stýrið, og þá er ótalinn fjöldi þeirra sem býður fleirum með sér í bílinn til að tala saman. Þá eru þær samræður væntanlega jafnhættulegar og símablaður, eða hvað?
Handfrjáls búnaður eða ekki, samræðurnar skipta mestu máli við aksturinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Breytt s.d. kl. 12:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.4.2007
Amma sem rokkar!
Það er töggur í þessari, algjörlega kona að mínu skapi. Hugsið ykkur hvað háskólanámið hefur gefið þessari öldruðu konu mikla lífsfyllingu, enda er margt annað hægt að gera en setjast við hannyrðir í ellinni. Ég verð nákvæmlega svona, eilífðarstúdentinn sjálfur, og stefni að því að útskrifast með einhverja gráðu um leið og barnabörnin!
Útskrifast úr háskóla 95 ára | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.4.2007
Var að lesa...
Ég las loksins Flugdrekahlauparann um daginn. Ég byrjaði á bókinni um borð í flugvél og var mjög pirruð að þurfa að lenda og leggja bókina frá mér! Hún vekur gífurlega sterk viðbrögð hjá manni, það liggur við að maður tárfelli í hverjum kafla. Ekki af því bókin sé sorgleg eða ofurgleðileg, heldur er frásögnin svo sterk að hún rústar algerlega tilfinningalegum vörnum. Menningarheimurinn og aðstæðurnar sem maður kemst í kynni við í gegnum frásögn Khaled Hosseini eru ótrúlegar og ættu að vera skyldulesning fyrir okkur Westrænu menningarvitana. Mæli hiklaust með henni, þótt ég sé kannski svolítið sein að lesa hana!
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.4.2007
Furðufugl í Mosfellsdalnum
Við mæðgur fórum í reiðtúr í dag, sem ekki er í frásögur færandi, en það er svo gaman að fylgjast með Mosfellsdalnum fyllast af fuglum þegar fer að vora og þar er t.d. oft hægt að sjá mikinn fjölda lóa við undirbúning hreiðurgerðar. Í dag sáum við undarlegan fugl, sem minnti helst á afríska fugla sem við höfum séð í dýragörðum. Hann var búkstór, á stærð við önd, en með mjóan háls og langan og mjóan gogg, og langt og þunnt stél. Það væri gaman að vita hvaða fugl þetta var og hvaðan hann kom. Þasð hafa löngum fundist furðufuglar í Mosfellsdalnum, eins og má t.d. lesa um í Innansveitarkróníku Laxness!
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Nýjungar í menntakerfinu hafa oft komið frá grasrótinni og þróast síðan út í kerfið, eins og nú sýnir sig í tilraunum framhaldsskólanna til að taka inn nema beint úr 9. bekk. Stjórnvöld byrjuðu eiginlega á vitlausum enda þegar þau komu fram með tillögur til styttingar á framhaldsskólanum, svo íslenskir nemar kæmust fyrr í háskóla og út í atvinnulífið. Tímanum í framhaldsskóla er alls ekki illa varið og árin þar eru skemmtileg og félagslega mikilvæg. Það er frekar að tímanum sé sóað á fyrstu árum grunnskólans, þegar börn fá ekki að glíma við verkefni sem höfða nægilega til þeirra sem vitsmunavera. Ef farið er í hinn endann og grunnskólinn endurskilgreindur og tengdur vetur við framhaldsskólann, þá gætu ungmenni hafið nám í framhaldsskóla ekki seinna en 15 ára, og yrðu komin í háskólanám 18-19 ára.
Bækur | Breytt s.d. kl. 21:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.3.2007
Það sem ég ætla að gera í rúminu í kvöld
...er að lesa þessa skýrslu Evrópunefndar. Finnst fólki það almennt sexý hugmynd? Ekki?
EES-samningurinn nýttur til að hafa áhrif á Evrópusambandið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Breytt s.d. kl. 15:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.3.2007
Ó, herra Darcy!
Pride and Prejudice er snilld. Einföld saga sem gengur þvert á rómantískar hugmyndir í mannkynnssögunni og á alltaf við. Höfundur leggur aðaláherslu á persónulýsingar og samskipti og skapar þannig ógleymanlega karaktera. Sagan er sennilega mest kvikmynduð allra skáldsagna, fyrir utan hve margir hafa stolið söguþræðinum og stælt söguna á allan hátt, eins og höfundur Bridget Jones gerði svo snilldarlega. Besta aðlögun sögunnar er án efa sjónvarpsþættir BBC með Jennifer Elhe í hlutverki Elizabeth Bennet og Colin Firth (andvarp!) sem hinn hrokafulla sjarmör Mr. Darcy...
Hroki og hleypidómar uppáhaldsbók breskra lesenda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Á morgun fer ég til Rómar á fund. Róm er æðisleg og ein af uppáhaldsstöðum mínum í heiminum. Þegar maður kemur til Rómar, sérstaklega ef maður hefur ferðast töluvert, þá er eins og það opnist upp fyrir manni samhengi evrópskrar menningar. Það gerist eitthvað þegar maður kemur fyrst til Rómar. Ég hef verið mikið þar undanfarin ár vegna vinnu, og finnst borgin alltaf jafn frábær. Búðirnar eru æði, mannlífið einstakt, umhverfið fallegt og þrungið sögu og ekki skemmir maturinn fyrir! Ég verð sem sagt í sjöréttuðum draumi næstu daga. Arrivaderci!
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)