Færsluflokkur: Trúmál og siðferði

Heimabankar hættulegir?

Hefur einhver áhyggjur af þessu? Hvers vegna gera lífið flókið og leiðinlegt, ljótt og hættulegt? Fáið ykkur alvöru tölvu! fáið ykkur Mac! Ekkert stress, bara skemmtilegt, einfalt og fallegt líf.

Hittu skyndibitann lifandi

Er þetta í lagi? Er þetta þjóðir sem setja út á hvalveiðar? Þvílíkur viðbjóður, ég get ekki sagt meira, horfið á myndbandið: Meet your meat: http://www.meat.org/  

Friður sé með okkur

Það er bara frekar kúl að Yoko Ono velji að vera á Íslandi á afmæli Johns. Súlan í Viðey mun standa fyrir fordæmi Íslendinga sem friðsamrar þjóðar, en það vekur samt með mér nokkurn ugg. Fögur verk geta nefnilega verið misskilin eða haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar. Hvað ef þetta beinir athygli fólks að Íslandi sem friðarparadís sem sniðugt væri að ráðast á, bara svona táknrænt séð? Vonandi ekki. Spurning hvort við ættum að hafa hippahvataferðir út í Viðey, þá gæti fólk setið í kringum súluna og elskað friðinn með blóm í hárinu. Allir bara í gúddí fíling með gítar og friðarpípur. Til hamingju John, bara að við hefðum mátt njóta hæfileika hans enn þann dag í dag. Annars átti hún Carmen, tíkin mín, afmæli í dag og hefði orðið átján, mér finnst það miklu merkilegra!

Tjáningarfrelsi er ekki til lengur

Gamalgróin hátíð á Spáni, "Cristianos y Moros" á nú undir högg að sækja af ótta við að múslimar móðgist. Það hefur verið grafið svo gjörsamlega undan tjáningarfrelsi því, sem hingað til hefur verið við lýði í lýðræðisríkjum, að það er ei nema svipur hjá sjón. Við Vesturlandabúar erum svo meðvituð um að sýna ekki fordóma og passa að allir fái að njóta vafans, en leyfum um leið öðrum að troða á okkar rétti til tjáningar. Og nú eru hefðir hins kristna heims farnar að lúffa fyrir tilætlunarsemi og fordómum hópa sem þola ekki öðrum að hafa hefðir og skoðanir.
mbl.is Spánverjar stilla hátíðahöldum í hóf af ótta við að móðga múslima
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn um "val" á kynhneigð

Góðir lesendur, enn berast mér athugasemdir um færslu mína um afhommun, en hann Jón Valur hefur nú komið með nýja athugasemd. Það má segja að hann hafi trú á sínum skoðunum!! Fylgist með!

Auglýsing um afhommun

Mér svelgdist illilega á ristaða brauðinu í morgun þegar ég sá heilsíðuauglýsingu í Mogganum frá einhverjum hóp kristinna trúfélaga. Yfirskriftin er: "Frjáls... úr viðjum samkynhneigðar". Er ekki í lagi með fólk? Er virkilega til einhver sem heldur því fram að hægt sé að þvinga einstaklinga til að vera annað en þeir sjálfir?! Maður veit ekki hvort maður á að hlæja eða gráta. Kannski væri ráð að draga andann djúpt og líta á þetta sem brandara á þessum annars gleðidegi, þegar ástæða er til að fagna leiðréttingu mikilvægra mannréttinda með samkynhneigðum.

Ferðagleðin eyðilögð

Öfgafullir íslamstrúarmenn hafa eyðilagt fyrir mér jákvæðustu hliðar alþjóðavæðingarinnar, sem sneru að því hvað ferðalög voru orðin auðveld. Landamæri eru nú aftur orðin sýnilegri, tortryggni svífur yfir vötnum í ferðalögum og ferðagleðin líður fyrir það. Hvers vegna þessi stefna, að ráðast á samgöngutæki eins og flugvélar og lestar? Heimskulegur óþarfi, eins og allar slíkar deilur eru!

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband