Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007
30.7.2007
Mannlegur aldingarður
Dreif mig í fríinu að lesa Aldingarðinn, smásagnasafn Ólafs Jóhanns Ólafssonar sem kom út um síðustu jól. Þetta eru frábærlega vel gerðar sögur af venjulegu fólki sem á það sameiginlegt að ástin og tíminn hafa á einhvern hátt haft áhrif á líf þess. Sögurnar eru fljótlesnar og hreyfa við manni. Mæli með henni sem sumarlesningu.
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.7.2007
Ostaskeraleitin mikla
Eitt af verkefnum sumarsins hefur verið að finna nothæfan ostaskera (ostahníf, ostaskerara) fyrir heimilið þar sem sá gamli góði gufaði upp með dularfullum hætti. Þetta var svona ostaskeri sem maður finnur aðeins einu sinni á lífsleiðinni, þar sem hann skar ost betur en aðrir slíkir. Hann var ekkert sérstaklega fagur, og því hafa verið nokkrir aðrir verið keyptir sem voru kannski flottari, en enginn þeirra hefur leyst grundvallarhlutverkið eins vel af hendi og sá gamli, þ.e. að skera fullkomnar ostsneiðar, án hlykkja, skrykkja eða annarra hnökra í ferlinu. Við höldum að sá gamli hljóti að hafa hafnað í ruslinu ásamt afgögnum af diskum, þar sem engin önnur skýring finnst á hvarfinu. Kannski maður þurfi að leita til Noregs, en ostaskerinn eins og við þekkjum hann er norsk uppfinning. Leit stendur yfir af verðugum arftaka...
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 15:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)