Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2006

Karlmenn að kyssast

Síðan hvenær fóru karlmenn að kyssast á Íslandi, t.d. við opinber tækifæri? Þetta sást á Eddunni. Alþjóðleg menningaráhrif kannski? Skemmtilegt.

Allir hafa sinn vitjunartíma

Ég hef trú á að Bryndís geti haldið uppi hinu góða starfi sem unnið hefur verið á Bifröst undanfarin ár. Ef hún verður eingöngu ráðin tímabundið, þá má segja að nú séu tvær lausar rektorsstöður við einkarekna háskóla á Íslandi, þar sem ráða þarf formlega í stöðu rektors á Bifröst, auk þess sem leita þarf verðugs eftirmanns Guðfinnu Bjarnadóttur við Háskólann í Reykjavík. Það eru spennandi tímar framundan í menntamálunum, það er víst!
mbl.is Bryndís Hlöðversdóttir tekur við sem rektor tímabundið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Girnilegt hjónabandsheit

Sveimér þá ef ég myndi ekki gifta mig undir þessum formerkjum! Skikka kallinn bara til að gefa mér kött. Ég verð nú að játa að ég hef ekki kynnt mér nægilega vel út á hvað kenningar Vísindakirkjunnar ganga, þótt margir álitlegir menn í Hollywood hafi gengist undir hennar kennisetningar. En ef ég fengi bæði John Travolta og kött, þá held ég að ég myndi ekki hika við að skrá mig sem Vísindakirkjukonu!


mbl.is Cruise hvattur til að gefa Holmes kött
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viltu auga, tungu eða hnakkaspik?

Við fengum svið á sunnudögum eða á hátíðisdögum. Svið voru höfð á gamlárskvöld heima hjá okkur. Hvers vegna eldar maður ekki svið? Börnin í Hagaskóla léku sér með sviðin í dag og reyndu að ganga fram af hvoru öðru með því að bjóða tungu og stinga út augu. Sagði enginn þeim að það mætti ekki leika sér með matinn? Ætli þau trúi því að svið voru eitt sinn talin herramannsmatur?
mbl.is Borgarstjóri gæddi sér á sviðum með nemendum í Hagaskóla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætti Muhamed að verða Jónsdóttir þegar hann flytur til Íslands?

Hvers vegna tíðkast það að margar aðfluttar konur taka upp eftirnafn mannsins síns við giftingu, t.d. Jackie Sigurðsson? Þetta er undarleg þróun og gæti endað með því að nafnahefðir íslenskrar tungu tapast og við tökum upp notkun fjölskyldunafna. Slíkt er einkennandi fyrir patríarkísk samfélög þar sem karlar slá eign sinni á konur og á ekki heima í samfélagi sem byggist á jafnrétti og einstaklingsfrelsi. Þetta var kannski skiljanlegt þegar ein og ein erlend kona giftist Íslendingum, en núna þegar vinsældir víkinganna hafa aukist á alþjóðlegum hjónabandsmarkaði og mannanafnalög eru orðin opnari, þá ættu þeir sjálfir að hafa vit á að leggja áherslu á að konur þeirra haldi sínu nafni til samræmis við íslenska málhefð. Það myndi örugglega flýta fyrir aðlögun kvennanna að siðum og þjóðfélagi því það er margsannað að menning er nátengd tungumálinu og málvenjum. Ég hef ekki enn heyrt um að aðfluttir eiginmenn íslenskra kvenna kalli sig t.d. Muhamed Jónsdóttir og get ekki séð að annað skuli gilda um konur og að þær taki karlmannseftirnöfn!

Hundrað milljónir til íslenskukennslu fyrir útlendinga

Ég fagna því að þetta mikilvæga málefni hafi náð í gegn. Þeir sem velja að setjast hér að til lengri eða skemmri tíma fá svo miklu betri innsýn í daglegt líf, sögu og menningu okkar þjóðfélags með tungumálinu og öðlast þar með forsendur til að ákveða að verða hluti af því. Fjölmenningarlegt samfélag er sá veruleiki sem blasir við okkur og þá þýðir ekki að stinga höfðinu í sandinn og halda að "vinnuaflið" hljóti að hverfa án þess að rífa kjaft. Núverandi ástand býður upp á myndun menningarhópaeyja í samfélaginu, en slæmar afleiðingar þess getum við séð í löndum eins og Frakklandi og Þýskalandi. Að kenna fólki íslensku og bjóða þeim upp á menntun sem því sæmir er besta ráðið til að hér megi þrífast heilbrigt þjóðfélag allra sem vilja vera Íslendingar. Ég óska félögum mínum í menntamálaráðuneytinu góðs gengis í að koma málinu í framkvæmd.


mbl.is 100 milljónum varið til íslenskukennslu fyrir útlendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Oprah Schram í íslenskt sjónvarp?

Ef einhver íslensk kona getur orðið Oprah Íslands, þá er það Bryndís Schram. Hún hefur reynslu úr sjónvarpi og af lífinu, er skemmtileg, réttsýn og hefur mikla útgeislun. Hvaða sjónvarpsstöð ætli kræki í hana og láti þessa hugmynd verða að veruleika?!

Heimabankar hættulegir?

Hefur einhver áhyggjur af þessu? Hvers vegna gera lífið flókið og leiðinlegt, ljótt og hættulegt? Fáið ykkur alvöru tölvu! fáið ykkur Mac! Ekkert stress, bara skemmtilegt, einfalt og fallegt líf.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband