6.8.2008
Nýi fjölskyldumeðlimurinn
Loksins kemur hér mynd af nýjasta meðlim fjölskyldunnar henni Bellu, eða Bellu Fóu feykirófu eins og hún heitir fullu nafni. Hún er skemmtilegasta, jákvæðasta, félagslyndasta og skapbesta dýr sem fyrirfinnst og er hún þó af nafntoguðu skemmtilegu hundakyni, en hún er Enskur Cocker Spaniel. Hún er 5 mánaða á þessari mynd, sem tekin var í sumar í sveitinni.
Meginflokkur: Vinir og fjölskylda | Aukaflokkar: Bloggar, Lífstíll | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.