Íslendingar kála dýrum í útrýmingarhættu sér til gamans

Hverjum dettur í hug að drepa ísbjörn, dýr sem nýlega hefur verið yfirlýst í útrýmingarhættu vegna bráðnunar íss á Norðurskautinu?! Hvað er að? Var hann að ógna einhverjum? Þurfum við Íslendingar ekki að fara að endurskoða fílósófíu okkar gagnvart náttúrunni? Það hlýtur að hafa verið hægt að sækja svæfingarlyf til dýralæknis á svæðinu og flytja björninn á brott Ég sé það alveg fyrir mér, að þegar síðasta ísbirnan í heiminum leitar lands á Íslandi eftir nokkra áratugi, ungafull og örvæntingafull, þá munu það verða hróðugir Íslendingar sem munu kála henni - alveg eins og við drápum síðasta geirfuglinn! Isbjarnarungi


mbl.is Ísbjörninn felldur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rosalega er ég sammála þér!

Nákvæmlega hvað er að okkur Íslendingum, var ekki hægt að deyfa dýrið?

Hræðilegt að skjóta dýr sem er í útrýmingarhættu.

Kveðja

Linda 

Linda (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 13:13

2 identicon

Sammála þér!! Djöfulsins þunglyndi bara!! hvað er að þessu liði!?

Rebekka Júlía Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 13:14

3 identicon

Meiri andskotans hugleysingjar og mannleysur þetta lið !!!

Helga (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 13:16

4 identicon

sæl, vildi bara benda þér á aðra frétt hérna á mbl.is þar sem fram kemur að hvorki var til deyfingarlyf né byssa til að skjóta því. þar kemur einnig fram að íbirnir eru réttdræpir á landi, en ekki út á sjó...

 en vissulega hefði verið mjög gaman að ná honum lifandi!

eyþór (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 13:16

5 identicon

Þetta er alveg týpískt kellingakvak. Hver veit hvar kvikindið hefði borið niður ef þeir hefðu týnt því ?

Ásgrímur Guðmundsson (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 13:18

6 identicon

Eru þið þrostkaheft?

Þið ættuð að kynna ykkur hversu hættuleg þessi dýr eru, þarna var hann í ætisleit, frekar horaður á myndum að telja.  Dýrið var í leit að fæðu.   Lögreglu ber að tryggja öryggi borgara og það var ekki hægt að hætta á að missa sjónar á því og á flakk um svæðið sem er nálægt íbúabyggð.

Jónas Arnars (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 13:18

7 identicon

Hann er sennilega búinn að vera á ráfi síðan í janúar/febrúar !!!

ÞAÐ ER TIL DEYFILYF Í LANDINU !!!!!!!!!    

http://visir.is/article/20080602/LIFID01/424877772

Helga (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 13:21

8 identicon

Viljið þið frekar að ísbjörninn hefði stútað litlu barni á Sauðárkróki?  Svona björn lætur ekkert stoppa sig... 

Joseph (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 13:21

9 identicon

EKKI DREPA DÝR .... Þau eiga meiri rétt á sér en við .... við erum offjölguð og drepum dýr í útrýmingahættu,

Mckenzie (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 13:27

10 identicon

Björninn var þarna uppí einhverri hlíð, lögreglan og aðrir á staðnum með byssur!! þeir áttu bara að loka veginum og bíða eftir dýralækninum sem Á DEYFILYF OG BYSSU  - sem komið hefur í ljós skv mbl !

hættulegt dýr já! en guð minn góður - heil deild af mönnum með byssur = enginn í hættu!!

Þetta var bara heimska og fljótfærni!  

Rebekka Júlía Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 13:27

11 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Ert þú búin að sjá þessa mynd af ,,hetjunum"?

Sorry, kann ekki að copyera myndir hingað inn(í comentakerfið)
Myndin er á forsíðu mbl.is, hvar þeir standa yfir honum dauðum, hlakkandi og allt tilheyrandi.
EKki vantar fjöldann.
brjóstumkennanlegt
Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 3.6.2008 kl. 13:30

12 identicon

Helv. kjaftæði ert þetta. Hvað átti að gera við dýrið? láta það rafa um heiðina, kannski soltið. Ég er ekki vissum að það hefði nóg að borða fyrir svona dýr UPP Á HEIÐI, HALLÓ......... Ekki voru til nein deyfilyf á staðnum til að ná því lifandi, hvað þá staður til að geyma það svo hægt væri að koma dýrinu aftur til síns heima. Þetta náttúrukjaftæði og dýr í útrýmingahættu  á ekki við í þessu tilfelli.

Enn að sjálfsögðu eigum við að koma okkur upp áætlun og búnaði ef svona kemur upp aftur.

Páll (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 13:31

13 Smámynd: Skarfurinn

Endemis bull í þér Páll, nú hefur sjálfur héraðsdýralæknirinn á Blönduósi upplýst að engin ástæða var til að drepa dýrið og hann á nægar birgðir af deyfilyfjum, af hverju hafði löggan ekki samband við héraðsdýralækninn ?

Skarfurinn, 3.6.2008 kl. 13:36

14 identicon

Það kom að því að allt varð vitlaust í kommentunum hjá þér kæra mín

Laulau (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 14:04

15 identicon

Sendið þessa frétt á YouTube, til Greenpeace og Sea Shepherd, WWF og fleiri alþjóðlega aðila.

Gabriel Guðsteinsson (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 14:09

16 identicon

Lögreglukórinn hefði getað mætt og sungið fyrir dýrið á meðan beðið var eftir svefnlyfjunum. Gasmaðurinn hefði getað verið forsöngvari enda raddsterkur eins og við vitum öll

Sibbi (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 14:28

17 identicon

Ef við settum nú dæmið þannig upp að björninn hefði sloppið inn í þokuna. Tveggjabarna móðir á ferð um þverárfjall stoppar og fer út úr bílnum sínum til að hjálpa 4 ára syni sínum að pissa. Litla systir 2 ára bíður í bílum, og þá allt í einu kemur bangs út úr þokunni. Rífur barnið úr hönum móðurinnar með kjaftinum og slær hana svo niður með hramminum. Síðan ekur annar bíll fram á leifarnar og blóðsletturnar út um allan veg og það fréttist hvað gerst hefur. Hvað hefðu menn skrifað þá á bloggið. það gæti veri eitthvað á þessa leið. Skjóta hefði átt björninn strax, hvað voru yfirvöld að hugsa. Menn eru fljótir að dæma. En þetta er bara eitt af því sem hefði getað gerst.

Hornstrandarflakkari (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 14:53

18 identicon

Hornstrandaflakkari. Ertu ekki að djóka?

Dramatíkin er greinilega alveg að fara með suma. Kona með ung börn, öll drepin á hrottalegan hátt af ísbirninum. Það vantar bara kvikmyndatónlist við þetta.

Það var enginn í hættu og ef menn hefðu strax haft samband við héraðsdýralækninn þá hefði verið hægt að redda deyfilyfi. En nei, það var ekki hægt. Heldur þurfti að drepa hann.

Myndir á moggavefnum lýsa þessu vel. Ein er af því þegar "hetjurnar" standa yfir dýrinu dauðu og það greinilega hlakkar í þeim. Önnur er af því þegar einhver opnar ginið á dýrinu og sýnir upp í það. Mjög smekklegt. Eða þannig.

Guðrún (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 15:06

19 identicon

Djók eða ekki djók. Þú segir ekki viltu bjarndýri að bíða. Halló, bangsi bíddu, það kemur byssa frá Egilstöðum eftir svo sem klukkutíma til að deyfa þig. Nei annað hvort ræðst hann á þá sem honum finnst ógna sér eða hann flýr til fjalla í þokuna, því ekki var neinn sjór til að fara í og synda burt.

Hornstrandarflakkari (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 15:29

20 identicon

Það eru fjölmargar heimildir af fólki sem týnt hefur lífi af völdum ísbjarna. Afhverju þetta grey sem villtist hingað ætti að vera eitthvað minna hættulegt en aðrir ísbirnir veit ég ekki.

Auk þess að gefnu tilefni:
Ísbirnir eru EKKI í útrymingarhættu. Menn eru hér væntanlega að vísa í nýlega frétt frá Bandaríkjunum þar sem ísbirnir voru settir á válista, ekki vegna þess að þeir væru í útrýmingarhættu í dag heldur vegna þess að EF kenningar um hlýnun jarðar og um bráðnun íss af þeim sökum reynast réttar, þá var talin hætta á að einhverjir ísbjarnarstofnar gætu mögulega lent í hremmingum. Firringu nútímamannsins eru orðið engin takmörk sett.

HS (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 15:33

21 identicon

Það var til deyfilyf, málinu var fokkað upp gersamlega frá a-ö

DoctorE (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 15:55

22 identicon

"yfirlýst í útrýmingarhættu vegna bráðnunar íss á Norðurskautinu"  - yfirlýst vegna hugsanlegar fækkunar dýra vegna hnattrænnar hlýnunar.  Það er svo sem ekkert vitað, þetta er áætluð hætta.  Svekkjandi að dýrið hafi ekki náð að smjatta á nokkrum fjallgörpum áður en það drapst drottni sínum.

Harðbrjósta (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 16:06

23 identicon

Er eitthvað að þér, þú sem skrifar þetta blogg?? Var verið að fella dýrið einhverjum til gamans?? Gerirðu þér einhverja hugmynd um hvað hefði getað gerst ef þeir hefðu týnt því?? Þessir menn sem stóðu að þessu í dag gerðu það með sóma og glæsibrag en ekki skömm og fáfræði, eins og svo margir eru búnir að "blooooggg-bloggg-bloggg-bloggga" um í dag.

Þú veist greinilega ekkert hvað þú ert að tala um, og spyrð hvort hann hafi verið að ógna einhverjum.  Ef ísbjörn er það nálægt manneskju að hann getur séð hana hvað þá fundið lyktina, þá er um að ræða mögulega ógn, þ.e. bara spurning um tíma. 

Ekki láta tilfinningar þínar skyggja á dómgreindina og lestu þér nú til um ísbirni áður en þú ferð að líkja þeim við geirfugla... 

Illugi (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 23:23

24 identicon

jæjaaa illugi minn þú skalt nú halda kjafti! mér er illa við svona menn eins og þig og veistu hvað eg geri við þá! passaðu þig bara! þú sööökkkar!

fararstjorinn veit örugglega miklu meira um dýr heldur en þú! veist ekki hversu indæl manneskja hun er og hvað henni er umhugað um dýr...

hættu þessu kjaftæði! ég er reið útí svona manneskjur eins og þig!;o

Superman (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 21:18

25 identicon

Það sem sló mig mest við þetta var það að lögreglan skuli hafa leyfi til að skjóta villt dýr og búfénað sem þeir telji ógnun, við þá væntanlega við sig, og kannski aðra borgara. Hmmmm lögreglan hefur sýnt það margoft að þeir telji flestallt ógnun við sig. Þeir snúa niður unglinga, gasa almenning, halda niðri fólki svo hægt sé að taka þvagprufu og núna mega þeir skjóta þau dýr sem ógna þeim. Eins dómgreindarlaus og lögreglan er þá ætti nú að taka þetta vald af þeim.

Lísa Margrét Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 6.6.2008 kl. 14:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband