Ég fagna því að þetta mikilvæga málefni hafi náð í gegn. Þeir sem velja að setjast hér að til lengri eða skemmri tíma fá svo miklu betri innsýn í daglegt líf, sögu og menningu okkar þjóðfélags með tungumálinu og öðlast þar með forsendur til að ákveða að verða hluti af því. Fjölmenningarlegt samfélag er sá veruleiki sem blasir við okkur og þá þýðir ekki að stinga höfðinu í sandinn og halda að "vinnuaflið" hljóti að hverfa án þess að rífa kjaft. Núverandi ástand býður upp á myndun menningarhópaeyja í samfélaginu, en slæmar afleiðingar þess getum við séð í löndum eins og Frakklandi og Þýskalandi. Að kenna fólki íslensku og bjóða þeim upp á menntun sem því sæmir er besta ráðið til að hér megi þrífast heilbrigt þjóðfélag allra sem vilja vera Íslendingar. Ég óska félögum mínum í menntamálaráðuneytinu góðs gengis í að koma málinu í framkvæmd.
100 milljónum varið til íslenskukennslu fyrir útlendinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Lífstíll, Menning og listir, Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Já! einmitt. Svo flykkist fólk að úr öllum áttum. Lærir íslensku ÓKEYPIS á Íslandi og fer svo með vitneskjuna til að nota hana í öðru landi!!
Laulau (IP-tala skráð) 12.11.2006 kl. 13:43
Já,ég er sammála þessu,við þurfum á þessu góða fólki að halda og því fyrr sem þau kunna íslensku,því betra.Fjölþjóðamenning er mjög skemmtileg,ég kynntist því í Þýskalandi,þegar ég bjó þar.Ég vil hvetja Íslendinga til að kynnast sem flestum útlendingum sem fyrst,kveðja Elín.
Elín Benediktsdórrir (IP-tala skráð) 14.11.2006 kl. 11:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.