Heimabankar hættulegir?

Hefur einhver áhyggjur af þessu? Hvers vegna gera lífið flókið og leiðinlegt, ljótt og hættulegt? Fáið ykkur alvöru tölvu! fáið ykkur Mac! Ekkert stress, bara skemmtilegt, einfalt og fallegt líf.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Villi Asgeirsson

Eða Mac eins og Aðalheiður segir. Klikkar ekki hér. Það er oft sem ég þarf að hjálpa konunni því einhvert böggið er komið í Windowsið hennar. Mín vél er blessunarlega laus við svona púka, endar skilur hún ekkert hvað hún á að gera við svona .exe dót.

Epli eru góð, eða eins og einhver sagði, an Apple a day keeps the PC-doctor away. 

Villi Asgeirsson, 8.11.2006 kl. 21:11

2 Smámynd: Inga Rós Antoníusdóttir

Vil ekki sjá Mac. Tekst að loka öllu draslinu í hvert skipti sem ég reyni að gera @ merki! Skilst að það þýði ekki að ýta á ctrl + Q ;-)

Inga Rós Antoníusdóttir, 8.11.2006 kl. 21:54

3 Smámynd: Villi Asgeirsson

Það sem er Ctrl á pésa er Eplatakkinn á Mac. Það er hinsvegar rétt að Epli-Q lokar forritinu. Það hlýtur að vera hægt að gera @ á eplum.

Villi Asgeirsson, 8.11.2006 kl. 21:58

4 Smámynd: Ómar Kjartan Yasin

Þú getur ekki kennt stýrikerfinu um eigin heimsku. Windows er langt frá því að vera gallalaust, og ekki er MacOSX gallalaust. En ábyrgðin hvílir hjá notandanum. Ef notandinn getur ekki haldið vélinni sinni í lagi, þá á hann bara ekkert að nota heimabanka...

Ómar Kjartan Yasin, 9.11.2006 kl. 08:50

5 identicon

hahha ég hef notað windows + explorer í mörg ár og ekki lent í neinu, þetta er bara þvaður í ykkur.. ef þið eruð að fá svona þá er 99.99% öruggt að það er ykkur að kenna, uppfærið ekki og samþykkjið eitthvað sem þið vitið ekki hvað er
Með Mac.. það nota svo fáir mac að þessir glæpamenn nenna ekki að gera mikið í að ráðast á hana EN um leið og hún nær stærri markaðshlutdeild þá verður hún skotmark, það er á hreinu
Typical að heyra svona rugl frá fólki sem veit ekkert um tölvur en er samt illa haldið af trúarbögðum á eitthvað sem það þekkir ekki.

daDude (IP-tala skráð) 10.11.2006 kl. 11:15

6 identicon

Mig langar tilviðbótar því að minna fólk á að vera með allar uppfærslur, að fara of ná sér í Explorer-7 á þessari slóð http://www.microsoft.com/windows/ie/default.mspx
Hann er einnig fáanlegur á windowsUpdate
Explorer 7 er stútfullur af öryggisfídusum og mun skemmtilegri á allan máta

P.S Ekki hlusta á töluvtrúarruglukolla sem vita ekkert um tölvur, OG alls ekki hlusta á Friðrik Skúlason, hann er einn af þessum ofsatrúamönnum og bullukollum, svo bætir það ekki úr skák að kallinn kann vart að forrita

Hér er mjög góð vírusvörn og 100% ókeypis http://free.grisoft.com/

daDude (IP-tala skráð) 10.11.2006 kl. 11:40

7 identicon

Ok Síðasta ráðið frá mér að sinni.
Ekki vera að keyra á vélinni sem Administrator, alger óþarfi og býður hættunni heim, ef einhver ófögnuður kemur inn á meðan menn keyra sem Admin þá hefur ófögnuðurinn admin réttindi líka, að keyra undir öðrum réttindum dags daglega stoppar svona hluti

Og enn og aftur: Ekki þvaðra út i loftið um hluti sem þið hafið ekki hundsvit á

daDude (IP-tala skráð) 10.11.2006 kl. 14:14

8 identicon

Það er hlægileg þvæla að ekki hafi verið reynt að skrifa vírusa fyrir makkann. Það hefur einfaldlega ekki tekist. 5 ár er ljósár í tölvuheiminum, 5 ár eru síðan síðast var tjaslað í Windowskerfið og grunnurinn undir því er enn eldri. Microsoft er einfaldlega að selja ykkur gamalt, úrelt drasl og allir klappa með. Ef vistan er eitthvað í líkingu við X í makkanum er það mikið framfaraskref fyrir windows notendur.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson (IP-tala skráð) 10.11.2006 kl. 22:02

9 identicon

Sigurgeir, ég sagði að menn nenntu ekki að skrifa svona fyrir vél með sama og enga markaðshlutdeild, sést vel á skrifum þínum að þú ert illa haldin af trúarbrögðum og veist ekkert hvað þú ert að þvaðra um

daDuce (IP-tala skráð) 13.11.2006 kl. 10:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband