9.10.2006
Friður sé með okkur
Það er bara frekar kúl að Yoko Ono velji að vera á Íslandi á afmæli Johns. Súlan í Viðey mun standa fyrir fordæmi Íslendinga sem friðsamrar þjóðar, en það vekur samt með mér nokkurn ugg. Fögur verk geta nefnilega verið misskilin eða haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar. Hvað ef þetta beinir athygli fólks að Íslandi sem friðarparadís sem sniðugt væri að ráðast á, bara svona táknrænt séð? Vonandi ekki. Spurning hvort við ættum að hafa hippahvataferðir út í Viðey, þá gæti fólk setið í kringum súluna og elskað friðinn með blóm í hárinu. Allir bara í gúddí fíling með gítar og friðarpípur. Til hamingju John, bara að við hefðum mátt njóta hæfileika hans enn þann dag í dag. Annars átti hún Carmen, tíkin mín, afmæli í dag og hefði orðið átján, mér finnst það miklu merkilegra!
Meginflokkur: Dægurmál | Aukaflokkar: Lífstíll, Bloggar, Tónlist, Menning og listir, Trúmál og siðferði, Ferðalög | Facebook
Athugasemdir
Eitt Prins Póló til heiðurs Carmen.
Laulau (IP-tala skráð) 10.10.2006 kl. 22:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.