28.1.2008
Hvaða ameríski bíll er þessi Mörrseidís?
Hvers vegna þarf Benz-umboðið að breyta umræðunni, nafninu og framburði á nafni bílategundarinnar sem það selur? Hvers vegna eigum við, hér á Íslandi, sem alltaf höfum talað um Benz eða Mercedez Benz, allt í einu að tala um "MÖRRSEIDÍS"?!, samanber auglýsingar sem ganga á öldum ljósvakans nú um stundir. Sagan sem ég heyrði af þessum bíl er að þýskur náungi, að nafni Benz, hafi orðið ástfanginn af suður-amerískri konu (argentískri held ég) sem hét Mercedes (borið fram "merseðes") og því kallaði hann bílinn Mercedes-Benz. Hér á landi hefur bílategundin alltaf verið kölluð Benz til styttingar. En Mörrseidís, með amerískum framburði og rúllandi tungu-erri... fíla það ekki alveg.
Meginflokkur: Lífstíll | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Ferðalög | Breytt s.d. kl. 21:27 | Facebook
Athugasemdir
Nákvæmlega, á mínu heimili gengur hann undir nafninu "mestmegnis Benz"
Lísa Margrét Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 09:57
Þetta er ekki sami bíllinn!!
Laulau (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 10:21
Gunnar Helgi Eysteinsson, 1.2.2008 kl. 17:27
Alveg sammála þér með þennan fáránlega framburð. Ég hef látið þetta fara ósegjanlega - allavega talsvert - í taugarnar á mér. En hvað uppruna nafnsins áhrærir þá var þetta þannig að um aldamótin 1900 keppti maður að nafni Emil Jellinek í kappakstri á bifreiðum framleiddum af Daimler-Benz. Hann taldi að hann hefði heppnina með sér ef hann merkti þá nafni dóttur sinnar sem Mercedes hét. Að áeggjan Jellineks þessa var svo fyrsti Mercedes-Benz bíllinn smíðaður árið 1902.
Markús frá Djúpalæk, 7.2.2008 kl. 17:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.