Mögnuð sýning og upplifun í Borgarleikhúsinu - Jesus Christ Superstar

Á laugardaginn brugðum við okkur þrjár kynslóðir saman á Jesus Christ Superstar, þá frábæru rokkóperu sem er nýfarið að sýna í Borgarleikhúsinu. Sýningin var hreint út sagt frábær, mögnuð uppfærsla og geggjuð upplifun út í gegn. Það er ekki oft sem maður vill ekki að sýning endi, og ekki oft sem áhorfendur standa upp í lokin og fagna með klappi og hrópum! Ég er mikill aðdáandi verksins og hef séð þær uppfærslur sem hér hafa verið gerðar, en þessi var algjörlega frábær, enda vorum við saman þrjár kynslóðir sem allar skemmtu sér vel í sinni upplifun á verkinu. Allir sem sungu aðalhlutverkin fengu að njóta sín samkvæmt því sem hæfði þeirra hlutverki, Krummi firnagóður og trúverðugur sem Jesús og Jens feikilega sterkur sem Júdas, enda býður það hlutverk jafnan upp á mikil tilþrif. Lára var æðisleg sem María Magdalena, Ingvar sem Pílatus og Bergur sem Heródes ...og bara allir sem komu fram í sýningunni. Það skín af þeim áhuginn og vandvirknin. Og þótt gaman sé að lesa leikdóma í fjölmiðlum, þá vil ég hvetja fólk til að láta sinn eigin smekk ráða, því þetta var gæsahúð allan tímann og ég gef sýningunni 6 stjörnur af 5 mögulegum!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Ég er innilega sammála þessu. Þetta verk er í miklu uppáhaldi hjá mér og þessi uppsetning var kraftmikil og vel gerð :-) Bæði rokkstjörnurnar og leikarar stóðu sig með prýði og hljómsveitin með þeim betri sem hafa spilað undir leiksýningu. Ég fór að aðra sýningu verksins og áhorfendur þökkuðu fyrir sig með standandi uppklappi. Það kom mér svo mjög á óvart slakir dómar sem einhverjir gagnrýnendur gáfu uppfærslunni.

Kristján Kristjánsson, 7.1.2008 kl. 19:11

2 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Gott að heyra þetta, hef einmitt séð misjafna dóma, en langar einmitt að sjá sýninguna og dæma sjálf. :)

Svala Jónsdóttir, 7.1.2008 kl. 19:49

3 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég er hættur að taka mark á gagnrýnendum..

Gunnar Helgi Eysteinsson, 7.1.2008 kl. 20:27

4 identicon

Æj hvað það er gott að heyra :-)
Bæði að þú hlustar ekki á gagnrýnendur og að sýningin var góð.

Laulau (IP-tala skráð) 10.1.2008 kl. 12:06

5 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Takk fyrir þetta. Ekki les ég leikhúsgagnrýni en tek meira mark á almennum áhorfendum.

Marta B Helgadóttir, 10.1.2008 kl. 23:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband