Síminn segir ekki alla söguna í auglýsingum

Loksins sá ég fram á að geta haft sjónvarpið þar sem ég vildi hafa það í stofunni, því með því að taka sjónvarpið í gegnum netttenginguna mína hjá Símanum, heyra loftnetin sögunni til! Eða svo er haldið fram í auglýsingunni frá fyrirtækinu. Engin loftnet, því það er hægt að ná öllu í gegnum netið. með betri myndgæðum að auki! Ég breytti því uppröðun í stofunni, færði sjónvarpið og settist til að horfa á báða fréttatímana, eins og flestir fréttaþyrstir Íslendingar gera. En þá kom í ljós að ekki er öll sagan sögð með auglýsingunni. Ég get ekki horft á fréttir Stöðvar 2 og Ísland í dag. Maður þarf semsagt að vera áskrifandi til að geta horft á ólæsta dagskrá í gegnum sjónvarp Símans. Þar með missir Stöð 2 alla hina, sem horfa á fréttir stöðvarinnar. Getur einhver stoppað þetta fólk í auglýsingunni, sem er að saga niður loftnetin sín, og sagt þeim að þau gætu séð eftir þessu!!



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Runólfsdóttir

Ég er með skjáinn frá símanum og get séð það sem er ólæst á stöð 2, þ.e. fréttirnar og það...

Anna Runólfsdóttir, 28.8.2007 kl. 09:13

2 Smámynd: Fararstjórinn

Ég hringdi strax í Símann og þarvar mér tjáð að ég þyrfti að vera áskrifandi til að ná því, þar sem 365 nennti ekki að opna á tengingu fyrir hina! Alveg skýrt svar ...

Fararstjórinn, 28.8.2007 kl. 09:32

3 Smámynd: Marta B Helgadóttir

er ævinlega pirruð að svona tæknibrellum - en sosum mesta rólyndismanneskja annars ...

Marta B Helgadóttir, 3.9.2007 kl. 20:16

4 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Ég er með ADSL sjónvarp hjá Símanum og horfi á fréttir Stöðvar 2 án áskriftar. Horfði síðast á þær rétt áðan. Þú ert eitthvað að fá röng svör!

Svala Jónsdóttir, 3.9.2007 kl. 20:23

5 Smámynd: Gunnar Kr.

Annars er þessi auglýsing alveg hræðileg. Að fólk þurfi að eyðileggja, brjóta og bramla, skemma bíla og hrekkja saklaus dýr, það er einum of mikið af því góða. Hefur enginn sagt þeim frá hvernig hægt er að snúa  skrúfjárni eða skiptilykli til vinstri, til að losa skrúfurnar og boltana? Það þarf ekki að eyðileggja hálft hverfið!

Gunnar Kr., 4.9.2007 kl. 00:35

6 identicon

æ ... vertu fegin ... fréttirnar á Stöð 2 eru hundleiðinlegar hvort eð er.

Bjössi (IP-tala skráð) 4.9.2007 kl. 10:03

7 Smámynd: Fararstjórinn

Ég þarf eitthvað að tékka á þessu, vonandi er sú sem svaraði mér bara svona illa upplýst um vinnuna sína. 

Fararstjórinn, 4.9.2007 kl. 17:12

8 identicon

Bara svona til að vera neikvæð :
Það kæmi mér ekkert á óvart að stúlkuskinnið væri illa upplýst um vinnuna sína.  Ekkert nýtt fyrir mér hvað svona þjónustumál varðar.

Laulau (IP-tala skráð) 5.9.2007 kl. 13:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband