16.8.2006
Á hvers vegum er Desiree?
Er ekki frekar undarlegt að amerískur vatnsaflsverkfræðingur tjái sig um Kárahnjúkastífluna og tali um upplýsingaleysi í fjölmiðlum án þess að hún eða fjölmiðlar hafi haft samband við Landsvirkjun? Hér kemur gamli blaðamaðurinn upp í mér, sem þrátt fyrir allt lærði að heyra þarf báðar hliðar mála. Hún hefur mikið til síns máls, sérstaklega er scary að hlusta á hana segja frá því að líklegast sé þetta allt saman verkfræðilegt klúður sem er, eins og sumar framkvæmdir á Íslandi, því marki brennt að anað var út í framkvæmdir án þess að ganga frá öllum smáatriðum varðandi undirbúning verkefnisins. En kom hún hingað sem hlutlaus vísindamaður, eða er hún á vegum einhvers?
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Sjónvarp, Dægurmál, Bloggar, Ferðalög, Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 21:15 | Facebook
Athugasemdir
- Hún er ekki vatnsaflverkfræðingur heldur verkfræðingur í vistfræði áa (river engineer).
- Hún er lektor en ekki prófessor.
- Hún lauk verkfræðiprófi fyrir 4 árum og hefur ekki reynslu af hönnun virkjana.
- Bandarísk verkfræðistofa MWH hannaði stífluna.
- Brasilíska stíflan hrundi ekki heldur var leki um lokubúnað í hjáveitu.
- Er það rétt að hún hafi aldrei komið að Kárahnjúkum?
.
Ekki furða þó spurt sé á hvers vegum hún sé. Hvað vakir fyrir henni?
Ágúst H Bjarnason, 17.8.2006 kl. 15:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.