Túttublómin eru komin!

Þegar ég var lítil - á áttunda áratugnum, þá gáfum við blómunum nafn eftir eiginleikum þeirra og hvernig við kynntumst þeim. Þess vegna heita baldursbrár líka túttublóm og biðukollur fíflanna blásublóm.  Hvönnin var músablóm, því í gamla Vesturbænum földu mýsnar sig í rótum hvannarinnar. Svo var það lakkrísblómið, sem ég hef nýlega lært að heitir Spánarkerfill, og flugublóm, sem ég man aldrei hvað heitir réttu nafni, en það var með belg fyrir neðan blómið sem flugur skriðu inn í. Peningablóm eða ástarblóm var arfi með hjartalaga lauf og lúpínan var sykurblóm, svo ekki sé minnst á breiðustu grasstráin sem voru að sjálfsögðu ýlustrá. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ilmvatnsblóm

Laulau (IP-tala skráð) 3.7.2007 kl. 22:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband