3.6.2007
Rokið reddar
Það er greinilega fleira en mengun vegna reykinga eða svifryks sem ógnar andrúmslofti okkar, en samkvæmt þessari rannsókn í Róm má þar finna agnir úr öllum þeim efnum sem mannfólkinu dettur í hug að nota. Það er nú ljóta sullið sem hægt væri að greina í stórborgum á borð við Róm, London eða New York. Er í alvöru hægt að greina koffín í loftinu sem við öndum að okkur? Eða kókaín og maríjúana? Það sem ég segi, við eigum að vera þakklát fyrir rokið í Reykjavík, sem hvergi er hreinna eða kraftmeira en norðanmegin í Vesturbænum!
Kókaínagnir í loftinu í Róm | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Lífstíll, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Án efa besta rokið í bænum
Laulau (IP-tala skráð) 3.6.2007 kl. 23:13
Tek undir þetta, rokið er hreint frábært. Maður kann að meta það best þegar maður er nýkominn heim til Íslands úr öðru og óferskara loftslagi.
Marta B Helgadóttir, 4.6.2007 kl. 00:59
Þessvegna var ég svona happy og hyper í Róm
Freyr Guðjónsson, 5.6.2007 kl. 03:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.