30.5.2007
Úti að aka
Auðvitað er það ekki aðalmálið að vera með símann í hendinni, ég meina fólk hefur alltaf verið að gera fullt annað við stýrið en að keyra. T.d. ef maður er með börn í bílnum þarf oft að nota hendur í að rétta þeim eitthvað eða jafnvel aðskilja systkini í slagsmálum í aftursæti. Nú svo er algengt að sinna snyrtingu, varalitun eða tannaplokkun, fyrir utan það að örugglega um 90% ökumanna bora í nefið við stýrið - þótt það sé aðallega gert á rauðu ljósi. Það er fleira gert á rauðu ljósi, ég á vinkonu sem kynntist manninum sínum við þær aðstæður, þannig að fólk er líka í því að daðra milli bíla. Svo er náttúrulega gott að nota tímann og gleypa í sig skyndibitann og totta gosflösku eins og er algengt. Fólk hefur alltaf hlustað á tónlist og sungið af innlifun við stýrið, og eitthvað er orðið um að bílstjórar setji sjónvarp í bílinn, við hliðína á síma- og ipod tengingum. Margir eru farnir að hlusta á hljóðbækur, sem geta vakið ýmsar tilfinningar við stýrið, og þá er ótalinn fjöldi þeirra sem býður fleirum með sér í bílinn til að tala saman. Þá eru þær samræður væntanlega jafnhættulegar og símablaður, eða hvað?
Handfrjáls búnaður eða ekki, samræðurnar skipta mestu máli við aksturinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Lífstíll | Aukaflokkar: Bloggar, Bækur, Dægurmál, Ferðalög, Tónlist, Vinir og fjölskylda, Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 12:25 | Facebook
Athugasemdir
Jú! það á bara að BANNA akstur ..... svo forræðishyggjan nái nú hámarki
Laulau (IP-tala skráð) 31.5.2007 kl. 11:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.