RÚV - notið efni svo við megum njóta!

Ég tek undir með blaðamanni Moggans varðandi dagskrá sjónvarps og endursýningar á leiknu, íslensku sjónvarpsefni. Það hefur náttúrulega aldrei verið framleitt mikið af því, og einstaklega lítið á undanförnum árum. En það sem þó hefur verið gert er margt skemmtilegt eða í versta falli skrýtið, og það gæti verið gaman að endursýna margt af því, hvort sem um er að ræða skemmtiþætti, framhaldsþætti eða sjónvarpsmyndir. Það er að myndast ákveðið menningarvitundarlegt holrúm hjá hópi fólks, og að lokum verður það bara Áramótaskaupið sem við eigum kannski sameiginlegt. Hvers vegna má endursýna alls kyns bandarískt efni, sem hefur elst misvel/illa, en ekki nýta það íslenska efni sem til er? Það væru endursýningar sem vit væri í.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góður punktur!

Laulau (IP-tala skráð) 13.7.2006 kl. 14:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband