17.5.2007
Geir býður Ingibjörgu upp í dans
Mér finnst aldrei hafa verið möguleiki í stöðunni að stjórnin héldi áfram óbreyttu samstarfi. Ef flokkur, sem galt algert afhroð í kosningum, gæti haldið áfram í ríkisstjórn eins og ekkert væri, myndi ég telja að lýðræðinu væri hætta búin. Nú hefur Geir valið hvaða stelpu á ballinu hann ætlar að bjóða upp í dans, og kannski enda þau á því að fara saman heim... í Alþingishúsið.
Ekki grundvöllur fyrir áframhaldandi samstarfi stjórnarflokkanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál | Facebook
Athugasemdir
Já, þú segir nokkuð, það hafði nú líka hvarflað að mér. Geir finnst þetta örugglega verða sterkari leikur, þótt annað gæti komið í ljós.
Fararstjórinn, 17.5.2007 kl. 16:43
Rétt! Steingrímur er bara í rauða sandkassanum, Geir vill reyna að halda sér í þeim bláa. Ekki vill hann nú bara gera það sem kjósendur segja svo bersýnilega að þeir vilji!
Laulau (IP-tala skráð) 17.5.2007 kl. 21:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.