28.6.2006
Hundar eða voffar með réttu orðalagi
Loksins sagði einhver eitthvað af viti! Þetta orðalag í núgildandi samþykkt um hundahald (eða ó-hundahald) er til háborinnar skammar fyrir bæ sem vill vera heimsborg. Það eru sjálfsögð mannréttindi að geta sótt um að halda hund á þeim forsendum að það sé í lagi, en ekki að það þurfi að sækja um undanþágu og líða eins og glæpamanni alla hundsævina. Löngu er sannað að þunglyndi og leiðindi eru vaxandi vandamál hjá einmana borgarbúum, og að hundur er besta andlega og líkamlega lausnin sem til er. Í dag geta allir fundið hund við hæfi, og ætti að vera skylda að hafa hund t.d. í þjónustuíbúðum og sambýlum aldraðra.
Banni við hundahaldi verði aflétt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:20 | Facebook
Athugasemdir
Sammála. Á meðan hundaeigendur hirða upp kúkinn er ekkert að því að sem flestir eigi hund.
Villi Asgeirsson, 28.6.2006 kl. 16:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.