Menntun aðeins fyrir ríka?

graduationÍ Mogganum í dag er velt upp þeirri hugmynd hvort foreldrar ættu að huga að því að safna í menntunarsjóð fyrir börn sín, þar sem öll rök hnigi að því að háskólanám á Íslandi muni verða dýrt í framtíðinni. Vísað er til veruleikans sem birtist í bandarískum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum, þar sem menntun barna og kostnaður við hana er eitt helsta áhyggjuefni foreldra. Þar ber ungt fólk enga ábyrgð á þessu sjálft og ekki samfélagið heldur. Einkavæðing menntunar er hafin hér fyrir löngu síðan, en viljum við að háskólamenntun verði í framtíðinni aðeins á færi þeirra efnameiri? Ýtir slíkt ekki um of undir stéttaskiptingu og heldur niðri efnaminni en kannski stórefnilegum námsmönnum, sem neyðast til að taka að sér ósérhæfð störf þar sem mamma og pabbi höfðu ekki efni á að borga fyrir nám þeirra? Þurfum við að hafa allt eins og í Ameríku?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Það er nú ekki langt síðan ástandið hér á landi var einmitt þannig að aðeins þeir efnameiru komust í skóla. Ég trúi því ekki að óreyndu að Íslendingar vilji glutra niður því jafnrétti til náms sem við þó höfum náð á undanförnum árum og áratugum!

Svala Jónsdóttir, 25.4.2007 kl. 15:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband