Hjólatúrar og önnur afrek á Lanzarote

Á sunnudag var KR-ingum gefið frí frá morgunsundæfingu, en í staðinn skipulögðum við hjólatúr. Farið var í gegnum fiskimannaþorpið La Santa og upp að bænum Tinajo, sem er um 7 km. hér upp af ströndinni. Það var mjög erfitt að hjóla upp á við í 26 gráðu hita, en frábært að rúlla nánast í frjálsu falli heim á leið! Daginn áður hafði ég hjólað til bæjarins Famara, en þangað átti að vera örstutt leið, kannski um 6-8 km. Kom svo í ljós að það var þrisvar sinnum það, en þrjóskan náði tökum á mér, og hjólaði ég báðar leiðir, alein! Ég verð nú samt að viðurkenna, að það hvarflaði að mér að semja við einhvern innfæddan að skutla mér til baka! Báða þessa hjóladaga, fórum við fararstjórarnir líka í einn aerobictíma á dag, -reyndar annan daginn fórum við í geggjaðan tíma sem heitir "stretch and relax", enda veitti ekki af. Daginn eftir þetta allt, ákvað ég að vera í sólarstraffi og hélt mig við lestur og inniveru. Byrjaði loksins á Draumalandi Andra Snæs, og er algerlega hugfanginn af þeirri bók.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband