26.3.2007
Tiplað á línu lögleysis og siðleysis
Um leið og Spaugstofumenn hófu upp raust sína og sungu texta um álver og álvæðingu, vissi maður hvað var að gerast. Þeir njóta þess að tipla á tánum á línu þess sem telst löglegt og / eða siðlaust, sbr. páskaþáttinn um árið, sem mér fannst reyndar mjög fyndinn. Þetta er náttúrulega spurning um viðkvæmni og virðingu og hve mikið af hvoru við viljum hafa í heiðri. Mér fannst þjóðsöngsgrínið ekkert mjög smekklegt, en þá er hægt að spyrja: er hægt að banna fólki að syngja sinn eigin texta við þekkt lög? hvað um það þegar landslið Íslands í íþróttum syngja bandvitlausan texta við lagið? en þegar erlendar lúðrasveitir nauðga laginu sjálfu svo það er vart þekkjanlegt, t.d. á alþjóðlegum íþróttaviðburðum? hve viðkvæm ætlum við að vera, t.d. í samanburði við Breta, en í þeirra gríni er allt leyfilegt? Ég verð reyndar að játa að mín fyrsta hugsun á laugardagskvöldið var að blogga um þetta, -talandi um að vilja vera fyrstur með fréttirnar!
Spaugstofumenn brutu lög um þjóðsönginn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Sjónvarp | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Menning og listir, Tónlist, Vefurinn | Facebook
Athugasemdir
Eins og talað út úr mínu hjarta. Ég fékk nett hjartaflökt yfir því að þeir skyldu fara svona með þjóðsönginn, en jafnaði mig tiltölulega fljótt. Finnst að þeir hefðu mátt sleppa þessu, en ég hef ekkert misst svefn útaf þessu.
Hugarfluga, 26.3.2007 kl. 17:56
Já... einmitt. Ekki sammála. Ég hló mig máttlausa, mér fannst þetta einfaldlega svo fyndið. Hvað er þetta verra en að gera stanslaust grín að opinberum persónum? mætti ekki bara flokka það undir einelti? og allir sitji inni hjá sér það sem eftir er því það væri hægt að kæra alla fyrir ansi margt alltaf!
Ekki hætta að blogga um markaðssetningu gosdrykkja á Íslandi Alla mín. Mér finnst þetta þrælskemmtileg lesning og svo rifjast upp gamlar auglýsingar og fleira skemmtilegt ,,þett'er ekki auslýsing um þvottavél....... munið að greiða afnotagjöldin...'' (æ, þú manst þetta örugglega betur en ég )
Laulau (IP-tala skráð) 27.3.2007 kl. 11:57
Mér finnst það óhæfa að Spaugstofan eða hver sem er hafi einhver forréttindi á að skumskæla íslenska þjóðsönginn, fánan eða annað í þeim dúr.
Sigfús Sigurþórsson., 28.3.2007 kl. 10:32
Styd thá heilshugar, grín á ad vekja tilfinningar og vidbrögd sem eru ekki alltaf jákvaed. Dregur engan vegin úr virdingu thjódsöngsins.
Jóhann R Guðmundsson, 28.3.2007 kl. 11:28
mér er alveg sama um þennan þjóðsöng þetta er bara grín og fólk verður að læra að taka gríni ég meina íslendingar eru OF viðkvæmir! sérstaklega svona fullorðið fólk það eruekki margir krakkar sem kunna þjóðsöngin og bulla bara eigum við ekki bara að kæra þá líka haa? ég skil ykkur ekki þið eruð of flókin og ALLTOF fín með ykkur!;) það má alveg gera grín af þessu:D
Elín, 28.3.2007 kl. 16:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.