4.6.2006
Heilsulíf á Lanzarote
Landslagið á Lanzarote er ekki svo ólíkt því íslenska. Hraun, lágvaxinn gróður og svartur sandur. Sunddeild KR er hér í æfingabúðum í tvær vikur, alls 37 manns á norðurströnd eyjarinnar, við bæinn La Santa. Aðstaðan hér á Club la Santa ýtir öll undir heilsusamlegt líferni. Innifalið í hótelinu er ótakmarkaður aðgangur að líkamsrækt, aerobic, jóga, teygjum, spinning, boltaleikjum og boltavöllum af öllum tegundum, hjólum af öllum stærðum og gerðum, -að ógleymdum sundlaugunum! Hér er 50 m keppnislaug og að auki stórglæsileg garðlaug fyrir gesti. Heitir pottar, vatnsmeðferð, gufubað, nudd... Maturinn er svakalega góður, maður hesthúsar heil ósköp af þvílíkt fjölbreyttum mat, að það hálfa væri nóg! Biðjum að heilsa öllum heima, kíkid á okkur í webcam sem finna má á heimasídu Club la Santa!
Meginflokkur: Ferðalög | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt 7.6.2006 kl. 16:45 | Facebook
Athugasemdir
Á ég að trúa því uppá þig Alla mín að þú sitjir ekki á sundlaugarbakkanum kl. 23:11 og veifir til aðdáenda? sá þig allavegana ekki!
Góða skemmtun og njótið lífsins, öll 37 af ykkur (aðallega þó þú kæra mín)
Laulau (IP-tala skráð) 4.6.2006 kl. 22:24
Á ég að trúa því uppá þig Alla mín að þú sitjir ekki á sundlaugarbakkanum kl. 23:11 og veifir til aðdáenda? sá þig allavegana ekki!
Góða skemmtun og njótið lífsins, öll 37 af ykkur (aðallega þó þú kæra mín)
Laulau (IP-tala skráð) 4.6.2006 kl. 22:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.