Klaustur, írskir drykkir og dansar

Glendalough abbey
Írland, eyjan græna og blauta, here I come! Fer til Írlands á kosningadag til að sitja ársfund á vegum starfsmenntastofnunar Evrópusambandsins og það er alveg á hreinu að leiðin mun liggja beina leið í búðir í Dublin áður en ég tek til við menningu og vinnu. Á sunnudaginn heimsækjum við klausturrústir í Glendalough, og á mánudag eftir vinnu verður okkur boðið í Guinness verksmiðjuna, nema hvað! Þeirri heimsókn lýkur með kvöldverði og írskri tónlist og dönsum. Eftir þetta allt verð ég æðislega hress, því ég á að stjórna vinnuhóp á fundinum á þriðjudaginn!. Flýg heim strax um kvöldið til að ná að skipta um í ferðatöskunni fyrir suðlægari slóðir á fimmtudaginn...

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband