Það sem karlmenn vilja

Markaðssetningin fyrir Coke Zero er algerlega skýr, og já, ég er mjög upptekin af markaðssetningu gosdrykkja í dag! Auglýsingin hljómar eitthvað á þessa leið: "kynlíf með zero forleik, hasarmynd með zero rómantík, brjóstahaldari með zero smellum, helgi með zero þynnku, kærasta með zero eigum við að ræða málin..." Augljóslega eitthvað sem haldið er að karlmenn sækist eftir, enda er Coke Zero ætlað KARLMÖNNUM.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

þetta er svo glatað og lame, ég mun aldrei drekka coke zero. 

halkatla, 16.3.2007 kl. 13:51

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Mér finnst nú frekar lítið gert úr karlmönnum í þessari auglýsingu ... eins og svo oft. Þeir eru hvað eftir annað látnir vera soldið heimskir, bæði í auglýsingum og þáttum. Ég hef oft gargað fyrir þeirra hönd!!!

Alltaf sagt að konur þurfi að ræða málin en karlar ekki. Ef ég kæmi þreytt heim úr vinnunni og karlinn minn vildi ræða málin þá myndi ég drepa hann! Þoli ekki þegar verið er að gera mér upp ýmsa eiginleika bara af því að ég er kona! Ég á meira að segja að elska Opruh og hata fótbolta!!! over my dead body!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 16.3.2007 kl. 13:52

3 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Leim og fær mig sko ekki til að kaupa coke zero. Þoli ekki svona kynjaklisjur. Ætla frekar að gerast djörf og kaupa Pepsi max á tilboði í Bónus. Lengi lifi samkeppnin!

Svala Jónsdóttir, 16.3.2007 kl. 13:58

4 Smámynd: Fararstjórinn

Þið eruð konur að mínu skapi! Svona markaðssetnign er undarleg á margan hátt, en mikið svakalega finnst mér gaman að pæla í þessu! 

Fararstjórinn, 16.3.2007 kl. 14:16

5 Smámynd: SM

bara ætlað köllum greinilega enda eflaust búið til af sjálhverfum slíkum. Keypti reyndar eina flösku áðan.

SM, 16.3.2007 kl. 20:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband