Vatn er ekki það sama og vatn, eða er það gosvatn?

vatnsglasÞað er frábært hjá Agli að hvetja til vatnsdrykkju, en mér finnst ekki passa að í kjölfarið komi: „fáðu þér vatn – fáðu þér Kristal“. Viljum við byrja að kalla sódavatn, vatn með bragðefnum, og aðrar slíkar vörur vatn? Ég veit þetta er gert í mörgum löndum, þar sem vatn er ekki jafnmikið vatn og á Íslandi (skiljið þið hvað ég á við? - hér er vatnið náttúrulegt og gott). Ég vandist snemma á að þurfa að biðja um „agua sin gas“, því annars væri komið með gosdrykk. Getum við einhvern veginn reynt að passa að vatn verði vatn en gosdrykkir verði ekki vatn? Eruð þið með hugmyndir?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Pétursson

Af hverju að kaupa vatn á Íslandi,þegar besta vatn veraldar rennur úr eldhúskrananum.Ég er svo gamall,að ég skil ekki svona markaðssetningu.Þá hef ég alltaf vatn með mér í gönguferðum,vatnið er undirstaða alls lífs.

Kristján Pétursson, 15.3.2007 kl. 16:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband