26.2.2007
Frábær helgi - takk fyrir mig!
Gullmót Sunddeildar KR, Frönsk menningarhátíð, Vetrarhátið, AFMÆLIÐ MITT.... Það var alveg sama hvert litið var, þetta var mikilvæg helgi. Ég hélt upp á stórafmælið með pompi og allnokkurri pragt, mæting var gífurlega góð og nóg af veigum og veitingum. Stórfjölskyldan, vinir og vinufélagar mættu og ég fékk að heyra fagrar mæringar um mig sjálfa í ræðum sem mér finnst nú ekki leiðinlegt. Ég fékk frábærar gjafir og langar að segja takk, takk kærlega fyrir mig, þið þekkið mig greinilega vel!
Meginflokkur: Vinir og fjölskylda | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Ferðalög, Lífstíll, Matur og drykkur, Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Takk fyrir mig, frábært afmæli
kv.Heddý.
Herdís Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 26.2.2007 kl. 15:51
Til hamingju með afmælið mín kæra, leiðinlegt að hafa ekki komist og nú ligg ég flöt heima.
Gyða Dröfn Tryggvadóttir (IP-tala skráð) 26.2.2007 kl. 16:07
Til hamingju minn dagur er næstu helgi
Birna M, 26.2.2007 kl. 23:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.