13.2.2007
Ólaður niður allan tímann í flugvélum
Maður hefur varla við að fylgjast með breyttum kröfum í flugferðum. Undanfarið hef ég tekið eftir aukinni áherslu á að sitja kyrr í sætinu með sætisbeltin spennt, helst allan tímann. Þar áður var mikil áhersla lögð á að hreyfa sig sem mest um farþegarýmið til að ferðin hefði ekki slæm áhrif á líkamann. Það er eins og þessar reglur séu settar til að bregðast við einhverju sem gerist, frekar en þær séu rökréttar að öðru leyti. Sama má segja um tólahræðsluna og vökvabannið. En sem sagt, núna á maður helst að vera kyrr í sínu sæti og vera niðurólaður, líklega vegna þess sem nýlega gerðist um borð í vél milli Keflavíkur og Parísar. Svo maður situr bara, prúður og stilltur, getur ekki verið með vökva í neinu magni, getur ekki notað tímann til að snyrta á sér neglurnar, verður að böðlast við að skera kjúkling GordonBleu með plasthnífapörum, og svo verður maður að gjörasvovel að halda í sér þangað til lent er!
Meginflokkur: Ferðalög | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Lífstíll, Stjórnmál og samfélag, Tölvur og tækni | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.