Færsluflokkur: Lífstíll
26.11.2007
Heimilislausir hnjóskóttir hestar
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 21:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.10.2007
Óþarft átak
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Er ekki nauðsynlegt að vita hvernig maður væri, ef maður væri nærbuxur?!?!
You Are Funky Panties |
You're stylish, trendy, but not over the top. http://www.blogthings.com/whatkindofpantiesareyouquiz/
|
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.8.2007
Að koma sér að verki eftir helgina
Þá er sumarprófið búið og bara sex stór verkefni sem ég á eftir að klára að mestu leyti áður en ég hef störf í nýju vinnunni þann 1. sept. Alltaf gott að hefja störf á frídegi, þegar ég byrjaði hjá Mennt var það einmitt 1. maí. En eins og er, er frábært að vera að vinna heima, en verst hvað sjálfsaginn er oft lítill. Ég verð að nýta þessa viku vel... Hlakka ferlega til að fara síðan aftur að vinna á Laugaveginum, sé fram á að labba eða hjóla í vinnuna og hitta vini í hádeginu á kaffihúsi.
Helgin var mjög góð, fyrrverandi samstarfsfélagar mættu í léttan kvöldverð og spjall á föstudag, en svo "beilaði" ég á hinu árlega sveitaballi á Nesinu á laugardag en sat þess í stað heima við skyndibitaát yfir Feita gríska brúðkaupinu, sem er alltaf jafn fyndin mynd. Sunnudagurinn snerist að mestu um leikinn, upphitun með stórfjölskyldunni og svo leikinn sjálfan. Fór reyndar aðeins fyrr af leiknum ("heyrði" bara markið í KR-útvarpinu) til að fara í saumó, með Hagamelsís í lítravís í farteskinu, sem rann ljúflega niður...
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 09:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.8.2007
Hvernig kaffi ert þú?
Samkvæmt kaffiprófinu er ég
Þú ert jákvæður og nýjungagjarn einstaklingur sem hikar ekki við að gera óvenjulega hluti og klæðast litskrúðugum fötum. Þú ert týpan sem hleypur á eftir strætó langar leiðir með hrópum og köllum ætli hann að fara án þín.
Þú ert ískalt kaffi með mjólk, sykri og ísmolum, borið fram í háu glasi með röri.
Hvernig kaffi ert þú eiginlega?
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 21:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.8.2007
Landsliðið í tónlist á vellinum
Ég ætla ekkert að tjá mig um hvort bankar eiga að standa í tónleikahaldi eður ei, það er svona spurning um forgangsatriði þeirra sem eflaust má margt segja um. Nei, ég ætla bara að segja hvað mér fannst um flytjendur.
SSSól enn í stuði, Helgi Björns klöngraðist meira að segja upp í turn og ég hafði smá áhyggjur af því að kallinn myndi fara sér að voða, en það fór ágætlega þótt klifrið hafi virkað allt annað en auðvelt fyrir hann.
Todmobile ber með sér að hittast lítið nú orðið. Koma soldið svona úr sitthvorri áttinni. Spurning að halda þeirri leið áfram og hætta þessu. Þau voru svo sterk í "den", má ekki eyðileggja það.
Bubbi mætti í Che múnderingunni og hamaðist við að vera pólitískur, gaman að honum. Hvað var þetta með gleraugun undir húfunni? Eru þetta dulbúin fjarsýnisgleraugu? Stál og hnífur klikkar ekki, það er útilegulag sem sameinar kynslóðirnar.
Garðar Thor kallaði fram gæsahúð hjá mér, sætur og intellektúal drengur með rödd sem vex og vex. Skemmdi ekki fyrir að hann söng um mína gömlu heimaborg, Granada.
Mmmm, súkkulaðistrákarnir í Luxor lofa góðu... en man reyndar ekkert hvernig þeir sungu! - en til hvers eru svona bönd nema til að vera sætir?
Nylon var kraftlaus, vantaði alla útgeislun á sviði, enda þurftu þær liðsstyrk og hlaup fram og til baka á sviðinu til að sanna að þær væru "in the house", annars gæti fólk haldið að það væri auglýsingahlé!?
Mugison er ekki alveg minn tebolli...
Hljómsveit allra landsmanna var í stuði, Stuðmenn eru eins og harðfiskur og flatkökur í útilegu - alveg ómissandi í svona partýum. Húmorinn þannig að aðrar þjóðir skilja örugglega ekkert í því hvers vegna þeir eru vinsælir. Mátti greina einhverja austan-Alpastemmningu sem kom á óvart. Takturinn var þreytandi til lengdar og passaði ekki við gömlu lögin. Verð nú samt að viðurkenna að þeir virka soldið innantómir þegar vantar Röggu Gísla. Gaman að fá Bjögga með í lokin. Hann er náttúrulega töffari töffaranna. Ég efa að hann hafi áður komið fram í pilsi.
Páll Óskar er stuðbolti landsins, hefur ekkert fyrir því að vera flottur. Stóð sig vel sem veislustjóri og frábært að láta hann hita upp með sínum lögum!
Já, var ekki bara gaman að þessu?! Nú er að sjá tónleika Landsbankans á morgun, Glitnir verður í hlaupinu, þannig að allir bankarnir hafa þá boðið landsmönnum upp á eitthvað skrall um helgina og munu væntanlega klappa sér á öxl fyrir það.
Aldrei fleiri á Laugardalsvelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 23:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.8.2007
Hundur í berjamó
Við skruppum í heimsókn í sumarbústað á Suðurlandi í gær til vinkonu minnar og fjölskyldu sem þar dvelja, og fannst tilvalið að fá okkur göngutúr og líta eftir berjum. Það þurfti ekki að ganga lengi til að hnjóta um svört krækilyng og ilmandi bláberjalyng. Ber, ber, ber út um allt, svo við lögðumst í mosann (sem er frekar harður eftir þetta þurra sumar!) og hófum tínsluna. Börnin skoppuðu um og tíndu ber, unglingurinn talaði í gemsann með annarri hendinni og tíndi ber með hinni og við vinkonurnar veltum okkur frá einu lyngi til annars, liggjandi í mosanum masandi. Eins og í öðru, vildi lögregluhundurinn Rex (sem ég passa á sumrin) ólmur vera með og hóf að tína ber af mikilli áfergju. Ég hef aldrei áður séð hund í berjamó, tína af lynginu og kjamsa á berjunum, en þetta var mjög fyndin sjón! Svo var haldið í sumarbústaðinn og berin höfð í eftirrétt um kvöldið ásamt ís, rjóma og grilluðum sykurpúðum. Indæll dagur, og góð afsökun til að svíkjast um frá verkefnum og próflestri!
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 10:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.8.2007
Hvernig er veðrið þegar það er "crisp"?
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 15:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.8.2007
Íslenskir hestar erlendis
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)